Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Page 70

Frjáls verslun - 01.12.1989, Page 70
AXEL GÍSLASON, FORSTJÓRIVÍS: „ÁFRAMHALDANDI SAMDRÁTTUR1990“ að tengjast þjónustu, stóriðju og rekstri íslenskra fyrirtækja erlendis. fslendingar eiga mikla möguleika á sviði ferðamanna- þjónustu ef rétt er að málum staðið og jafnframt þarf að laða að erlenda aðila til að fjárfesta hér á landi, meðal annars í stór- iðju. Jafnframt þarf að huga að því af alvöru hvort vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs verði ekki að einhverju leyti erlendis í framtíðinni. Getur ekki í ýmsum tilvikum orðið jafn skynsamlegt að fjárfesta á er- lendum vettvangi, sérstakelga ef það treystir stöðu okkar, til dæmis í sölustarf- semi á fiski á erlendum mörkuðum?" Að sögn Axels Gíslasonar, forstjóra Vátryggingafélags íslands, einkenndist árið 1989 fyrst og fremst af sameiningu á meginstarfsemi Brunabótafélags íslands og Samvinnutrygginga g.t. og stofnun Vá- tryggingafélags íslands hf. til að annast rekstur hins nýja fyrirtækis. „Sameining eiginlegrar starfsemi undir nýju nafni tókst á undraskömmum tíma og hefur í öllum aðalatriðum gengið samkvæmt áætlun, en vegna stofnkostnaðar og ýmiss kostnaðar tengdum sameiningunni mun hún ekki hafa mikil áhrif á afkomu fyrir- tækisins árið 1989. Starfsemin hefir gengið vel á árinu en enn er of snemmt að segja nokkuð um tjón og tryggingarlega afkomu sem mestu ráða um rekstrarstöðu fyrirtækisins á árinu. Engu að síður er ljóst að sá samdráttur, sem orðið hefur í efnahags- og atvinnulífi landsmanna, og greiðsluerfiðleikar ýmissa fyrirtækja og gjaldþrot leiða óhjákvæmi- lega til hærri afskrifta og kostnaðar vegna tapaðra skulda en í eðlilegu árferði." Um horfumar á næsta ári segir Axel Gíslason að fátt virðist geta komið í veg fyrir að áframhaldandi samdráttur og að- hald í atvinnurekstri setji svip sinn á árið 1990, „meðan við búum við núverandi efnahagsumhverfi. Ég er þó bjartsýnn hvað varðar horfur í rekstri VÍS. Bæði ætti árangurinn af sameiningunni að byrja að skila sér á næsta ári og tel ég að ekki 75.000. ; 000.000. .000.000, aukavino. VlNNINGftS' HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA íslands vænlegast til virmings 70

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.