Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Side 76

Frjáls verslun - 01.12.1989, Side 76
ATVINNUMAL og sköpuðu sér þar með möguleika til lífsbjargar. Hér á landi ruddu þeir einnig brautina. Blindrafélagið, sam- tök blindra og sjónskertra, var stofn- að árið 1939 og tveimur árum síðar var vinnustofa Blindrafélagsins form- lega stofnuð. í 1. grein reglugerðar stofunnar segir m.a: „Blindrafélagið starfrækir vinnustofu í Reykjavík undir nafninu Blindravinnustofan. Hlutverk blindravinnustofunnar er það að gera blindu fólki fært að stunda iðnaðarvinnu sér til lífsframfæris.“ Nánari grein verður gerð fyrir starf- semi þess ágæta fyrirtækis hér á eft- ir. Eins og áður sagði urðu ákveðin kaflaskil í málefnum fatlaðra með lög- um frá Alþingi árið 1983. Þar eru m.a. ákvæði um verndaða vinnustaði og reglugerð þar sem markmiðið er að sjá fötluðu fólki fyrir vinnu við hæfi, starfsþjálfun og undirbúningi fyrir al- mennan vinnumarkað. Haustið 1985 var stofnað Samband verndaðra vinnustaða og segir um tilgang sam- bandsins í 2. grein laga þess: „Tilgangur sambandsins er: Að stuðla að góðum samskiptum og sam- starfi fyrirtækja og stofnana innan sambandsins. Að gæta hagsmuna verndaðra vinnustaða. Að stuðla að samvinnu við önnur fyrirtæki, félög og félagasambönd, innan lands og ut- an, í upplýsingaskyni varðandi verk- efnaval, markaðsmál, innkaup, tækniþróun og annað það, sem stuðl- ar að hagkvæmum rekstri vemdaðra vinnustaða. Að vera stjómarnefnd og svæðisstjórnum um málefni fatlaðra til ráðuneytis um uppbyggingu og rekstur verndaðra vinnustaða, sé þess óskað.“ VERNDARHUGTAKIÐ VAFASAMT í dag eru starfandi verndaðir vinnu- staðir víða um land og eru 16 þeirra í áðurnefndu sambandi. Flestir eru á höfuðborgarsvæðinu eða vinnustaður Sjálfsbjargar, tæknivinnustofa Ör- yrkjabandalagsins, Blindravinnustof- an við Hamrahlíð, körfugerð á sama stað, vinnustofan As í Brautarholti og Múlalundur Hátúni. Þessir vinnu- staðir eiga sér langa og merka sögu og hafa veitt fjölda fatlaðra atvinnu um áratuga skeið. Úti á landi hafa sprottið upp vemdaðir vinnustaðir á síðustu árum og má nefna Vinnustofu svæðis- stjórnar Suðurlands á Selfossi, Iðju- lund á Akureyri, verndaðan vinnustað á Akranesi, en hann hefur nýlega tek- ið til starfa, Stólpa á Egilsstöðum, Vinnuheimilið að Reykjalundi, plast- iðjuna Bjarg á Akureyri, Vinnustof- una Arnarholti, kertaverksmiðjuna Heimaey í Vestmannaeyjum og Sól- heima í Grímsnesi. Starfsemi þessara vinnustaða er með ýmsu móti en oftast er hlutverk þeirra tvenns konar. Annars vegar að útvega fötluðum atvinnu og gefa þeim kost á að hafa eitthvað fyrir stafni en hins vegar að þjálfa þá til þess að geta reynt fyrir sér á almennum vinnu- markaði. Má segja að flestir vinnu- staðanna reyni eftir megni að hjálpa starfsmönnum sínum til sjálfshjálpar þótt margir fatlaðir eigi aldrei mögu- leika á að komast út á almennan vinnumarkað. Umræðan um málefni fatlaðra í samfélaginu á undanförnum árum hef- ur æ meira verið um nauðsyn þess að PÖKKUN PLASTUMBÚÐAGERÐ Almenn pökkunar- og vörumerkingarþjónusta á smávörum t.d. vélpökkun á pappaspjöld (blister og skin). Við framleiðum einnig ýmsar plastvörur, t.d. plastumbúðir fyrir matvælaiðnað, lyfjaframleiðslu, konfektgerð o.fl., einnota svuntur og smakkskálar til matvælakynninga. ÖRYl Pökkunarþjónusta/prjónastofa Kársnesbraut 110 Póstnúmer: 200 Kópavogi Sími: 91-43277

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.