Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Síða 76

Frjáls verslun - 01.12.1989, Síða 76
ATVINNUMAL og sköpuðu sér þar með möguleika til lífsbjargar. Hér á landi ruddu þeir einnig brautina. Blindrafélagið, sam- tök blindra og sjónskertra, var stofn- að árið 1939 og tveimur árum síðar var vinnustofa Blindrafélagsins form- lega stofnuð. í 1. grein reglugerðar stofunnar segir m.a: „Blindrafélagið starfrækir vinnustofu í Reykjavík undir nafninu Blindravinnustofan. Hlutverk blindravinnustofunnar er það að gera blindu fólki fært að stunda iðnaðarvinnu sér til lífsframfæris.“ Nánari grein verður gerð fyrir starf- semi þess ágæta fyrirtækis hér á eft- ir. Eins og áður sagði urðu ákveðin kaflaskil í málefnum fatlaðra með lög- um frá Alþingi árið 1983. Þar eru m.a. ákvæði um verndaða vinnustaði og reglugerð þar sem markmiðið er að sjá fötluðu fólki fyrir vinnu við hæfi, starfsþjálfun og undirbúningi fyrir al- mennan vinnumarkað. Haustið 1985 var stofnað Samband verndaðra vinnustaða og segir um tilgang sam- bandsins í 2. grein laga þess: „Tilgangur sambandsins er: Að stuðla að góðum samskiptum og sam- starfi fyrirtækja og stofnana innan sambandsins. Að gæta hagsmuna verndaðra vinnustaða. Að stuðla að samvinnu við önnur fyrirtæki, félög og félagasambönd, innan lands og ut- an, í upplýsingaskyni varðandi verk- efnaval, markaðsmál, innkaup, tækniþróun og annað það, sem stuðl- ar að hagkvæmum rekstri vemdaðra vinnustaða. Að vera stjómarnefnd og svæðisstjórnum um málefni fatlaðra til ráðuneytis um uppbyggingu og rekstur verndaðra vinnustaða, sé þess óskað.“ VERNDARHUGTAKIÐ VAFASAMT í dag eru starfandi verndaðir vinnu- staðir víða um land og eru 16 þeirra í áðurnefndu sambandi. Flestir eru á höfuðborgarsvæðinu eða vinnustaður Sjálfsbjargar, tæknivinnustofa Ör- yrkjabandalagsins, Blindravinnustof- an við Hamrahlíð, körfugerð á sama stað, vinnustofan As í Brautarholti og Múlalundur Hátúni. Þessir vinnu- staðir eiga sér langa og merka sögu og hafa veitt fjölda fatlaðra atvinnu um áratuga skeið. Úti á landi hafa sprottið upp vemdaðir vinnustaðir á síðustu árum og má nefna Vinnustofu svæðis- stjórnar Suðurlands á Selfossi, Iðju- lund á Akureyri, verndaðan vinnustað á Akranesi, en hann hefur nýlega tek- ið til starfa, Stólpa á Egilsstöðum, Vinnuheimilið að Reykjalundi, plast- iðjuna Bjarg á Akureyri, Vinnustof- una Arnarholti, kertaverksmiðjuna Heimaey í Vestmannaeyjum og Sól- heima í Grímsnesi. Starfsemi þessara vinnustaða er með ýmsu móti en oftast er hlutverk þeirra tvenns konar. Annars vegar að útvega fötluðum atvinnu og gefa þeim kost á að hafa eitthvað fyrir stafni en hins vegar að þjálfa þá til þess að geta reynt fyrir sér á almennum vinnu- markaði. Má segja að flestir vinnu- staðanna reyni eftir megni að hjálpa starfsmönnum sínum til sjálfshjálpar þótt margir fatlaðir eigi aldrei mögu- leika á að komast út á almennan vinnumarkað. Umræðan um málefni fatlaðra í samfélaginu á undanförnum árum hef- ur æ meira verið um nauðsyn þess að PÖKKUN PLASTUMBÚÐAGERÐ Almenn pökkunar- og vörumerkingarþjónusta á smávörum t.d. vélpökkun á pappaspjöld (blister og skin). Við framleiðum einnig ýmsar plastvörur, t.d. plastumbúðir fyrir matvælaiðnað, lyfjaframleiðslu, konfektgerð o.fl., einnota svuntur og smakkskálar til matvælakynninga. ÖRYl Pökkunarþjónusta/prjónastofa Kársnesbraut 110 Póstnúmer: 200 Kópavogi Sími: 91-43277
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.