Frjáls verslun - 01.05.1995, Page 8
FRETTIR
Það voru margir úr við-
skiptalífinu sem lögðu
leið sína í húsakynni Víf-
ilfells að Stuðlahálsi í
endaðan maí þegar hið al-
þjóðlega fyrirtæki Coca-
Cola Company veitti Víf-
ilfelli gullverðlaun fyrir
störf í gæðamálum. Þetta
er annað árið í röð sem
Vífilfell fær þessi verð-
laun og hafa starfsmenn
fyrirtækisins sannarlega
ástæðu til að gleðjast yfir
árangrinum.
Það var Pétur Björns-
son, forstjóri Vífilfells,
sem tók við verðlaunun-
um úr hendi Kurt Peter-
son, fulltrúa Coca-Cola
á Norðurlöndunum og
Norður-Evrópu. Á ensku
nefnist viðurkenningin:
Quality Exellence Award.
Viðurkenningin felur
ekki aðeins í sér að gæði
sjálfs gosdrykkjarins séu
í fremstu röð heldur tákn-
ar hún að gæðamál fyrir-
tækisins almennt séu í
háum flokki, þ.e. allt
vinnsluferlið.
100 stærstu:
SÖFNUN GAGNA GENGUR VEL
Söfnun gagna í 100
STÆRSTU, hins árlega
lista Frjálsrar verslunar
yfir stærstu fyrirtæki
landsins, miðar vel
áfram. Svipaður fjöldi
fyrirtækja hefur sent inn
upplýsingar og á sama
tíma í fyrra.
Frjáls verslun þakkar
gott samstarf við fyrir-
tæki landsins við gerð
listans og hvetur þau
fyrirtæki, sem enn hafa
ekki sent inn upplýsing-
ar, til að senda þær inn
sem fyrst svo úrvinnsla
upplýsinga gangi sem
hraðast fyrir sig. Minnt
skal á að geysimikil
tölvuvinnsla er unnin í
kjölfar innsendra gagna.
100 STÆRSTU koma út
í bókarformi í haust líkt
og síðastliðin tvö ár. Það
form hefur gefist afar vel
og fallið í góðan jarðveg
hjá lesendum. Minnt skal
á að nýtt fax Frjálsrar
verslunar er 515-5599.
Nýtt símanúmer er 515-
5500. Beint innval er
515-5616.
100 STÆRSTU koma út í bók-
arformi í haust líkt og undan-
farin tvö ár.
MARGIR Á GULLHÁTÍÐINNI
Kurt Petersen, fulltrúi Coca-Cola á Norðurlöndunum, afhend-
ir hér Pétri Björnssyni, forstjóra Vífilfells, viðurkenninguna.
Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans,
Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins, og Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips.
Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins,
Brynjólfur Sigurðsson, prófessor í sölu og markaðsfræðum við
Háskóla íslands og Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Neytendasamtakanna.
Pétur Björnsson, forstjóri Vífilfells, tekur hér á móti þeim
hjónum, Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Dagsbrúnar,
og Elínu Torfadóttur.
8