Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 18
FJARMAL
Haraldur Haraldsson í Andra og Jóhann J. Ólafsson eru þungavigtarmenn í
núverandi meirihluta.
ann með Sigurjóni, voru ekki óvanir
því að vera í meirihluta. Þeir Jón
Ólafsson, Haraldur í Andra og Jóhann
J. Ólafsson, ásamt fleirum, höfðu
verið í meirihlutanum á árunum 1990
til 1992. Þeir keyptu félagið snemma
árs 1990 af Eignarhaldsfélagi Versl-
unarbankans og reistu félagið við.
EINS 0G ÞRUMA ÚR
HEIÐSKÍRU LOFTI
Þrátt fyrir að samningurinn hafí
komið eins og þruma úr heiðskíru lofti
í viðskiptalífinu 28. apríl var aðdrag-
andi að honum eins og í öllum samn-
ingum. Þetta byrjaði allt á því að allur
minnihlutinn, stundum nefndur Þórs-
merkurhópurinn, lét bréfin í heild
sinni í einkasölu til bandaríska verð-
bréfafyrirtækisins Oppenheimer í
New York fyrir mörgum mánuðum.
Oppenheimer fyrirtækið fór, eins
og gengur, að leita hófanna vestra að
hugsanlegum kaupendum að bréfum
minnihlutans. En til að gera langt mál
stutt kom Útherji, félag meirihlutans,
að málinu sem endaði svo loks með
hinum sögulega samningi í endaðan
apríl. Vegna ákvæðsins um að Útherji
hf. fái tíma til 27. júlí til að staðgreiða
bréfin eru kaupin, teknískt séð, ekki
enn í endanlegri höfn.
Ætla verður að gangi samningurinn
eftir náist langþráður - og kærkominn
- friður um stöðina. Nánast frá upp-
hafi hefur saga hennar verið eins og
sápuópera eða góður reyfari sem sem
engan enda tekur. Nýir þættir hafa
verið skrifaðir jafnóðum.
SÁPUÓPERAN UM STÖÐ 2
HÓFST STRAX ÁRIÐ1986
Sápuóperan um Stöð 2 hófst árið
1986 þegar ofurhugamir Jón Óttar
Ragnarsson, Hans Kristján Árnason
og Ólafur H. Jónsson stofnuðu Stöð 2
með nánast ekkert eigið fé. Útsend-
ingar hófust haustið 1986. Stofn-
kostnaður var mikill og át hið litla eig-
ið fé strax upp.
Stöðin byrjaði því strax að skulda
og reyndist það mesti dragbíturinn
næstu þrjú árin. Raunar urðu skuld-
irnar til þess að Jón Óttar og félagar
misstu fyrirtækið úr höndum sér.
Með öðrum orðum; þremenningarnir
sem kynntu eldana á Stöð 2 nutu
þeirra ekki nema í rúmlega þrjú ár.
En eitt mega þeir þremenningar
Jón Óttar, Hans Kristján og Ólafur H.
Jónsson eiga þrátt fyrir að hafa komið
félaginu í mikla skuldasúpu. Þeim
tókst á ævintýranlegan hátt að selja
landsmönnum myndlykla að stöðinni.
Það var vel gert - og verður aldrei frá
þeim tekið sem afrek í viðskiptum.
UM 40 ÞÚSUND ÁSKRIFENDUR
ÁAÐEINS RÚMUM 2 ÁRUM
Á rúmum tveimur árum voru
áskrifendur; eigendur myndlykla,
komnir í um 40 þúsund. Fyrir þetta
afrek var Jón Óttar sjónvarpsstjóri
útnefndur markaðsmaður Norður-
landa fyrir tilstuðlan íslenska mark-
aðsklúbbsins. I auglýsingum var sagt
„að stöðin væri komin til að vera“.
Það voru orð að sönnu - þrátt fyrir
skuldir.
Vart þarf að rifja það upp að skuldir
Stöðvar 2 voru mestar við Verslunar-
bankann og það var raunar hann í
gegnum Eignarhaldsfélag sitt sem
tók fyrirtækið að lokum úr höndum
þremenninganna og seldi það
snemma árs 1990 til fylkinga kaup-
manna undir forystu þeirra Haralds
Haraldssonar í Andra, þáverandi for-
manns í Félagi íslenskra stórkaup-
manna, JóhannsJ. Ólafssonar, þáver-
andi formanns Verslunarráðs, Guð-
jóns Oddssonar, þáverandi formanns
Kaupmannasamtaka íslands, ogjóns
Ólafssonar í Skífunni.
Það, sem rak mest á eftir Verslun-
arbankanum við að koma málum sín-
um á hreint í Stöð 2, var sameining
Verslunarbankans, Iðnaðarbankans,
Alþýðubankans og Útvegsbankans
hf. í einn banka í upphafi ársins 1990;
fslandsbanka. Bankarnir fjórir hófu
um mitt sumar 1989 að kortleggja
eignir og „vandræðabörn" sín áður en
til sameiningarinnar kæmi, 1. janúar
1990.
HASARINN MIKLIÁ
GAMLÁRSDAG1989
Ekki verður svo imprað á sögunni
að ekki sé minnst á sögulegar viðræð-
ur í nóvember og desember 1989 á
milli Verslunarbankans og nokkurra
aðila, Heklu, VífilfeOs, Hagkaups,
Prentsmiðjunnar Odda og Áma Sam-
úelssonar í Bíóhöllinni, um kaup á
meirihlutanum í Stöð 2. Foringi þessa
hóps var Ingimundur Sigfússon, þá-
verandi forstjóri Heklu. Samningar
virtust vera að takast þegar allt hljóp í
hnút - bankinn taldi sig ekki fá nægi-
lega gott tilboð frá hópnum.
Viðræðunum lauk síðan á mjög
dramatískan hátt á gamlársdag 1989;
engin kaup. Eftir að hópur Ingimund-
ar gekk af fundi Verslunarbankans
kom hann saman í kaffi úti á Hótel
Loftleiðum og úr varð formleg stofn-
un Áramótahópsins. Stöð 2 var hópn-
um geymd en ekki gleymd.
Hluti hópsins kom aðeins við sögu í
íslenska útvarpsfélaginu í gegnum
Sýn í byijun maí 1990. En sem hópur
komu Áramótafyrirtækin við sögu
stöðvarinnar sumarið 1992 er þau
keyptu 100 milljóna króna eignarhluta
Eignarhaldsfélags Verslunarbankans
ásamt fleiri fyrirtækjum. Útvíkkaður
18