Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 19
Hagnaður íslenska útvarpsfélagsins hefur verið mikill undanfarin ár. Drifkrafturinn er tryggir áskrifendur.
hópurinn var síðar nefndur Þórs-
merkurhópurinn.
JÓHANN ÓLIOG BOLLIMEÐ
HALLARBYLTINGU1992
Aramótafyrirtækin komu inn eftir
að Jóhann Óli Guðmundsson í Secur-
itas og Bolli Kristinsson í Sautján
gerðu hallarbyltingu á æsispennandi
aðalfundi félagsins á Holiday Inn í
byrjun apríl 1992. Þeir náðu samstarfi
við Eignarhaldsfélag Verslunarbank-
ans, Stefán Gunnarsson og Gunn-
stein Skúlason. Það eitt dugði þó
ekki. Til að kapallinn gengi upp þurftu
þeir á umboði ýmissa smárra hluthafa
að halda. Það tókst. A aðalfundinum
höfðu þeir betur eftir einhverjar mest
spennandi kosningar í hlutafélagi hér-
lendis. Sigri var fagnað. Síðar um
sumarið seldi Eignarhaldsfélag Versl-
unarbankans sinn hlut.
Hinn nýi meirihluti, sem fram var
kominn í félaginu, hélt velli til vorsins
1994 er Sigurjón Sighvatsson, kvik-
myndagerðarmaður í Hollywood,
söðlaði um og myndaði meirihluta
með þeim Jóni, Haraldi, Jóhanni og
fleirum. Þar með má segja að gamli
meirihlutinn, hluti þeirra sem höfðu
forystu um að kaupa Stöð 2 af Versl-
unarbankanum í byrjun ársins 1990,
hafi tekið völdin aftur.
Á íslenska vegi þarf
sterka og stælta bfla
Þú getur fengið bílinn afhentan á einum
stað og skilað honum á öðrum, allt eftir
því sem hentar þér best.
Afgreiðslustaðir:
Reykjavík, Akureyri, Egiisstaðir,
Höfn, Vestmannaeyjar og
Keflavíkurflugvöliur
19