Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 29
segir Ami um framgöngu fyrirtækis- ins. Eftir að fyrirtækið hafi verið með skíðaumboð um tíma var því hætt og snúið sér að golfinu, sem fyrirtækið er kannski þekktast fyrir, og er golf- mót í Leirunni hjá Golfklúbbi Suður- nesja, „Dunlop Maxfly Open“, á veg- um þess sem er elsta samfellda golf- mótið á íslandi í 25 ár. Fyrirtækið hefur átt samstarf við verslanir lengst af og stefnan hefur verið að styrkja það og láta búðimar sjá um þjónustu í sínu byggðarlagi. Ámi telur að það sé mikið atriði að veita þjónustu í byggð- arlaginu en það skapi atvinnu og menn skilji í dag mikilvægi þess. Varðandi markaðssetningu hefur fyrirtækið auglýst í fjölmiðlum, í kvikmyndahús- um, staðið fyrir íþróttamótum, styrkt einstaklinga og lið. „Við höfum haft sérstakt dálæti á kvenfólkinu," segir Ámi og rifjar upp þegar ákveðið var að fyrirtækið flytti inn fyrstu hlaupa- skó kvenna, en einhverjir töldu þá að lagervandamál myndu skapast við aukna breidd í framleiðslunnni og í dag telur Árni að þeir séu með a.m.k. 5 eða 6 tegundir af hlaupaskóm kvenna. Nike-úrvalið í dag er talið vera á bilinu 110 til 120 og spannar allar íþróttir. Árni telur misjafnt hvernig framleiðendur styðji og segir að fyrirtækið leggi meira upp úr því að fá betri verð og ráða því sjálfir hvað þeir geri. Hjá fyrirtækinu eru á samn- ingi t.d. körfuboltalandsliðið, knatt- spymulandsliðið, blaklandsliðið, hand- knattleiksdeild Víkings og Breiðablik í knattspymu karla og kvenna. í körfuboltanum er fyrirtækið með samstarfssamninga við 8 af 10 liðum í úrvalsdeildinni. „Menn verða alltaf að gera sér grein fyrir því hvað lið skapar miklar tekjur og mikla sölu ef það eru bara styrkir og engin sala er betra að sleppa þessu,“ segir framkvæmda- stjórinn. Aukning er í sölu á þessu ári eftir tvö „flöt“ ár. Fyrirframpantanir hafa aukist og þróunin í sölu er meiri í grófum vörum, grófum skóm og úti- vistarvörum, enda búið að sýna sig að hreyfmg er holl, og sem betur fer fyrir þjóðfélagið er almenningur orðin mjög meðvitaður um hreyfingu, “ seg- ir Árni. Með betri samningum og meira magni hefur tekist að lækka skóna á sl. ári, en stöðugt gengi hefur líka haft góð áhrif. LflGEAR Sportís hefur umboð fyrir LA Gear á Islandi, sem þeir fengu ’89, en einn- ig er fyrirtækið með O’NeilI- og Everlast-vörur. Helstu vörutegund- irnar í merki LA Gear eru íþrótta- skór, þó ekki hlaupaskór. Árið ’90 var fyrsta alvöruárið hjá umboðinu og birti það 40-50 lifandi auglýsingar í sjónvarpi og síðar var auglýst í bíóun- um. Auglýsingaherferðin skilaði mikl- um árangri og markaðssetning gekk mjög vel, samkvæmt Skúla Bjöms- syni eiganda umboðsins, og ástæður þessa telur hann vera að merkið hafi komið „ferskt“ inn á markaðinn, en á sama tíma var körfuboltinn auk þess í uppsveiflu. Körfuboltastjörnur eins og Kareem Abdul Jabbar og Hakeem Olajuwon hjá Huston Rockets aug- lýsa fyrir fyrirtækið. Sala í byijun var mjög góð, að mati Skúla, og fór hún fram úr björtustu vonum. Framleið- andi styður umboðið ekki, það þarf að kaupa allt auglýsingaefni. Lykilatriði markaðssetningar hefur verið að veita verslunum góða þjónustu og vera ekki í smásölunni, þannig að um- boðið keppi ekki við verslanirnar, auk þess sem gæði og hönnun skiptir máli í markaðssetningu. Sala í dag er vax- andi aftur og telur Skúli að vorið nú sé betra en í fyrra í þeim efnum. Horfur eru góðar og merkið fer vaxandi. loho „Fyrir rúmlega 10 árum fékk E.G. heildverslunin umboð fyrir Lotto- merkið, sem er með vörur eins og skó og fatnað, en besta salan er í í knattspymuskóm,“ segir Elías Gísla- son eigandi umboðsins. í markaðs- setningu var áhersla lögð á bamaskó í byrjun, en hjólin fóru að snúast hratt, þegar umboðið fór með vörur sínar í knattspyrnuna með liði íþróttabanda- lags Akraness fyrir 4 árum. Árangur markaðssetningar kom smátt og smátt í ljós, en Lotto hefur slegið í gegn í ítölsku knattspyrnunni með stjörnum t.d. eins og Ruud Gullit. Helstu ástæður góðrar markaðssetn- ingar telur Eíías vera að staðið hafi verið vel að þessu, auk þess sem hann hafi verið hagsýnn og boðið sanngjörn verð með góða vöru. Varð- Þekktir íþróttamenn hafa ævinlega verið fengnir til að auglýsa íþrótta- fatnað. Þannig auglýsir íþróttamað- ur ársins, Magnús Scheving, hinn þekkta fatnað, Russel Athletic - og selur vel. andi sölu í byrjun var eitt skref tekið fyrir í einu, en framleiðandi styður fyrirtækið ekki í markaðssetningu á heimamarkaði þótt hann auglýsi á al- þjóðamælikvarða, sem umboðið telur sig hafa hag af. Sala í dag gengur ágætlega, t.d. í knattspymunni, og aukin áhersla er lögð á handbolta, körfubolta, auk áherslu á sölu í hlaupaskóm. MIZUN0 „K. Kjartansson h.f. fékk umboð fyrir sín þekktustu merki ’92 - ’94, þar á meðal Mizuno. Mizuno er japanskt fyrirtæki með skó, íþróttafatnað, golfvörur o.fl., en auk þess hefur K. Kjartansson h.f. umboð fyrir ítalskt merki Errea, sem er með íþrótta- 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.