Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Side 30

Frjáls verslun - 01.05.1995, Side 30
MARKAÐSMAL Vilhjálmur Kjartansson hjá Otri hf. Fyrirtækið er með umboð fyrir Reebok. Mikið er selt af Aztek-hlaupaskóm en einnig er mikil sala á svonefndum þolfimi- skóm. Bjarni Sveinbjarnarson, eigandi Útilífs. „Landinn vill það besta.“ Guðmundur Harðarson, eigandi Aqua Sport á íslandi. Fyrirtækið er með umboð fyrir Triumph, sund- og leikfimifatnað, á ís- landi. klæðnað, og hið þýska UHL-Sport, segir Halldór Kjartansson hjá Miz- uno-umboðinu. PUMfl____________________________ Ágúst Ármann h.f. tók við Puma- umboðinu ’91. Halldór Jensson hjá fyrirtækinu segir markaðssetningu hafa farið í gegnum íþróttafélög, t.d. í handboltanum þar sem samningur var gerður við 6 félög í 1. deild, en sam- kvæmt Halldóri hafa 4 síðustu ís- landsmeistaramir verið í Puma. Aug- lýsingar merkisins hafa einnig farið fram í gegnum blöðin, en lögð er meiri áhersla á að fólk noti vörurnar og það sjáist, heldur en að vera með auglýs- ingaherferðir. Halldór segir fyrirtæk- ið hafa verið þokkalega sátt við mark- aðssetningu í byrjun, en þeir hafi ákveðið að breyta því og séu með tvö 1. deildafélög í handbolta núna. Puma hefur verið þekktara í knattspymunni erlendis en í hlaupaíþróttinni, en lagt er nú meiri áherslu á það síðarnefnda. „Þegar við tókum við umboðinu var markaðshlutdeild á íslandi lítil og merkið búið að vera í lægð,“ en sölu- herferðir hafa verið byggðar á kjarna í verslunum og reynt er að ná því að koma merkinu að úti á landsbyggðinni sem og í Reykjavík, þannig að náist að fjölga útsölustöðum. Án aðstoðar ffamleiðanda er merkið markaðssett á íslandi. Halldór segir sölu hafa stór- aukist og sé hún viðunandi í dag, en aðalsalan sé í hlaupaskóm. REEBOK Otur hf. hóf innflutning Reebok 1992. í upphafi var markaðssetning merkisins framkvæmd með hefð- bundnum hætti eins og bæklinga- gerð, blaðaauglýsingum og kynning- um á líkamsræktarstöðvum, ásamt því að sendir voru bæklingar á 40 þúsund heimili, sem gekk vel. Helstu ástæður góðs gengis og sölu eru gott vöruúrval, hágæða vara og góð tengsl við verslanir, að sögn Vilhjálms Kjart- anssonar hjá umboðinu. 30

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.