Frjáls verslun - 01.05.1995, Síða 48
FJARMAL
Þrátt fyrir áhuga á að koma marrni að í stjórn bankaráðs íslandsbanka hefur
Lífeyrissjóður verslunarmanna sýnt öðrum hlutafélögum, sem sjóðurinn á /'
afskiptaleysi hvað stjórnarsetu varðar. Hann á raunar í flestöllum hlutafélögum sem
skráð eru á almenna hlutabréfamarkaðnum.
AÐFÁÓHÁÐAN SÉRFRÆÐING
í STJÓRN
- Að því gefnu að það þyki eðlilegt að lífeyrissjóðir hafi
menn í stjórn fyrirtækis, hvernig á þá að velja þá? Á að fá
óháðan sérfræðing eða til dæmis stjómarmann í lífeyris-
sjóðnum?
„Hvort tveggja kemur til greina. Hafi sjóðimir innan
sinna vébanda mann til að sinna stjórnarstörfum í ein-
hverju tilteknu félagi tel ég það mjög af hinu góða. En það
er ekkert einhlítt í þeim efn-
um. Það kemur alveg eins til
álita að leita út fyrir raðir
sjóðanna."
- Hvað segir þú um það
sjónarmið að til duldra hags-
muna geti komið ef fulltrúi í
stjórn komi innan raða líf-
eyrissjóðs í stað þess að vera
óháður sérfræðingur? Að
persónulegir hagsmunir,
eins og stjórnarseta og völd,
geti orðið til þess að innan-
búðarmaður nýtti völd sín
innan sjóðsins til að koma í
veg fyrir að hlutafé í viðkom-
andi félagi yrði selt þótt það
væri talið arðbært?
DULDIR HAGSMUNIR? „NEI“
„Ég hafna algerlega þessu
sjónarmiði sem raunar oftar en ekki er nefnt í þessu
sambandi. Ég held að fulltrúi lífeyrissjóðs í stjóm hlutafé-
lags geti aldrei komið í veg fyrir sölu á hlutafé í félaginu
þótt hann sé innabúðarmaður. Einfaldlega vegna þess að
ákvörðun um hlutafjáreign lífeyrissjóða í fyrirtækjum er
tekin af mörgum og völd eru ekki höfð að leiðarljósi heldur
arðsemi fjárfestingarinnar.
En raunar má snúa spurningunni við og spyrja hvort
innanbúðarmaður, sem situr í stjóm fyrirtækis og þekkir
aðstæður vel, sé ekki jafnvel betur í stakk búinn til að meta
stöðu mála hjá viðkomandi fyrirtæki og segja til um það
hvort það eigi að selja hlutinn eða eiga hann áfram.
Horfum ekki fram hjá því að hlutabréfaeign er í eðli sínu
langtímafjárfesting. Og ætli sjóður sér að eiga umtalsverð-
an hlut til langs tíma í einhverju félagi finnst mér ekkert
óeðlilegt við að hann líti eftir fé sínu og hafi fulltrúa í stjórn.
En aðalatriðið er samt það að ákvörðun um hlutafjáreign í
einstökum félögum er tekin af mörgum en ekki einhverj-
um einum og arðsemissjónarmiðin eru fyrst og fremst
látin ráða.“
„EKKI ÞÖRF Á NÁKVÆMARI
REGLUM UM HLUTABRÉFAEIGN"
- Nú sagðir þú í blaðaviðtali fyrr á árinu að Lífeyrissjóður
verslunarmanna stefndi að því að verja 5% af ráðstöfunar-
fé sínu til kaupa á hlutabréfum á þessu ári. Það er mikið fé.
Sú spurning vaknar þess vegna hvort sjóðurinn þurfi ekki
að setja sér nákvæmari reglur og sértækari um afskipti af
félögum sem hann á í, til dæmis með stjómarsetu í huga?
„Ég vil taka það fram að sjóðurinn hefur haft þetta 5%
markmið nokkur undanfarin
ár. En aðstæður á hluta-
bréfamarkaðnum hafa verið
með þeim hætti að við höfum
ekki komist í námunda við að
ná þessu markmiði. I annan
stað er það mjög takmarkað
hvað við viljum verða stórir í
einstaka hlutafélögum og það
setur okkur ákveðnar skorð-
ur.
Ég tel hins vegar að ekki
þurfi að setja nákvæmari
reglur en sjóðurinn hefur nú
þegar varðandi hlutabréfa-
eignífélögum. Rauðiþráður-
inn er að hafa menn ekki í
stjórn hlutafélaga nema að-
stæður og eignarhlutur kalli á
slíkt. Ég held að ekki sé hægt
að setja stefnu um að sjóður-
inn beiti aldrei áhrifum sínum
í einstaka hlutafélögum og sé algerlega hlutlaus hversu
stór sem eignarhluturinn er.“
- Nú verða lífeyrissjóðirnir meira gildandi á hlutabréfa-
markaðnum á næstu árum ef að líkum lætur. Þeir verða
helstu fjárfestar hlutabréfa. Telur þú að menn muni sjá
fulltrúa lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta í auknum
mæli í stjómum hlutafélaga?
„Nei. Enda sýnir almennt afskiptaleysi lífeyrissjóða af
stjórnum félaga að þeir hafa tekið það afskaplega rólega, ef
svo má að orði komast, og í langflestum tilvika ekki sóst
eftir stjórnarsetu í félögum.“
- Lífeyrissjóður verslunarmanna á í um tuttugu félögum
á hlutabréfamarkaðnum? Sjóðurinn tengist beint eða
óbeint stjórnarsetu í þremur þeirra, íslandsbanka, Flug-
leiðum og Þróunarfélaginu. Hefur sjóðurinn tekið þátt í
stjórnarkjöri í hinum félögunum?
„Það hefur ekki reynt á það. Það hefur ekki verið kosið
á milli manna í stjórnum þessara félaga til margra ára. Ef
það kemur upp munu menn einfaldlega fjalla um það og
ákveða hvort ástæða sé til að skipta sér af því. “
Flugleiðir. Lífeyrissjóður verslunarmanna er annar
stærsti hluthafinn í fyrirtækinu með hlut upp á 6,3%.
Sjóðurinn á ekki fulltrúa í aðalstjórn. En sameigin-
lega eiga nokkrir lífeyrissjóðir fulltrúa í varastjórn.
48