Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Page 49

Frjáls verslun - 01.05.1995, Page 49
Frá aðalfundi íslandsbanka í vor. Lífeyrissjóður verslunarmanna er annar stærsti eigandi bankans með hlut upp á tæp 10%. í kosningum beitti sjóðurinn sér fyrir því að koma fulltrúa sínum í bankaráð. Hann hefur átt fulltrúa í bankaráði frá því bankinn tók til starfa í upphafi ársins 1990. BJARNIÁRMANNSSON, KAUPÞINGI Kaupþing rekur Hlutabréfasjóðinn Auðlind hf. Auðlind hefur í stjórnarsamþykkt reglur um setu sjóðsins í stjórn- um hlutafélaga. Reglumar snúast um hlutleysi. Sjóðurinn tekur almennt ekki þátt í atkvæðagreiðslu við kjör stjórna í félögum, sem sjóðurinn á hlut í, eða kemur fulltrúum sínum að í stjórnum þeirra. Þannig tók Auðlind hf. ekki þátt í hinum hörðu kosningum til bankaráðs íslandsbanka fyrr í vor. Hlutabréfasjóðurinn Auðlind á um 280 milljónir í hlutabréfum eða um 1% af skráðri hlutabréfaeign á Verð- bréfaþingi íslands. Að sögn Bjarna Ármannssonar, staðgengils fram- kvæmdastjóra Kaupþings og framkvæmdastjóra Hluta- bréfasjóðsins Auðlindar, áskilur sjóðurinn sér hins vegar rétt til að grípa í taumana og koma að málum með stjórnar- setu eða í atkvæðagreiðslu í kjöri til stjórnar ef hann telur hagsmunum ella stefnt í voða. Á þetta hefur raunar einu sinni reynt hjá sjóðnum á sl. 5 árum; hann tók þátt í atkvæðagreiðslu til stjórnar og ákveðnir hluthafar í við- komandi félagi voru studdir til stjómarsetu. „VIÐ VIUUM VERA ÓHÁÐIR“ „Auðlind má líkja við það sem í Bandaríkjunum er kallað „hands off“ fjárfestir. Það þýðir að við fjárfestum eingöngu í félögum með arðsemissjónarmið í huga. Þótt við lítum á langtímaarðsemi hikum við ekki við að selja hlutabréf í fyrirtækjum ef því er að skipta. Við viljum vera óháðir og stefnum að því að ná upp ákveðinni dreifmgu hlutafjárins og ávöxtun miðað við það. Við forðumst að eiga of stóran hlut í einstaka félögum og hvað þá að vera ráðandi. Þannig komum við í veg fyrir að til þess sé horft ef við kaupum og seljum hlutabréf í einstaka félögum. Við viljum geta hreyft okkur að vild.“ Bjarni segir að Auðlind taki þátt í atkvæðagreiðslu um reikninga og málefni hvers hlutafélags, sem sjóðurinn á í. „Við sitjum aldrei í stjórnum fyrirtækjanna. Markmið okk- ar er að það megi ekki ríkja nein önnur sjónarmið með fjárfestingunni en hrein og klár arðsemissjónarmið. Við viljum ekki að hægt sé að ýja að neinu öðru. “ „ALMENNA REGLAN Á AÐ VERA HLUTLEYSI" Um þátttöku lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta í stjómum fyrirtækja segir Bjarni að hans skoðun sé sú að almenna reglan eigi að vera hlutleysi hvað snerti völd, kosningu í stjórn og stjórnarsetu. Sjónarmið arðsemis eigi fyrst og fremst að ráða. „í Bandaríkjunum hafa lífeyrissjóðir til þessa almennt sýnt hlutleysi gagnvart þeim hlutafélögum sem þeir fjár- festa í. Þeir hafa frekar greitt atkvæði með því að selja hlutabréf í þeim fyrirtækjum sem þeim líst illa á. Á sl. árum hafa þó fleiri lífeyrissjóðir vestra farið meira að skipta sér af rekstri og stjórnun fyrirtækja, til dæmis með stjórnar- setu. Þeir gera það þó yfirleitt með því að velja óháða fjármálasérfræðinga til að setjast í stjórnirnar. Þannig 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.