Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Page 51

Frjáls verslun - 01.05.1995, Page 51
smmmmmsammsmmmsæsmmmmm—immmmmmmmwmmmm Ferðaskrifstofa íslands er að Skógarhlíð 18 í Reykjavík. Ferðaskrifstofa íslands: STÖÐUGT VflXIÐ ÁSMEGIN Frá því Ferðaskrifstofa ríkisins var einkavædd 1988 og til varð Ferðaskrif- stofa Islands hf. hefur henni stöðugt vaxið ás- megin. Fyrirtækið stendur á gömlum merg og er í eigu hluta starfsfólksins. Marg- ir starfsmenn þess störf- uðu áður hjá Ferðaskrif- stofu ríkisins. Starfsemi Ferðaskrif- stofu Islands skiptist í fjór- ar deildir; innanlands-, ut- anlands-, hótel-, og ráð- stefnudeild. A vegum fyrirtækisins koma þús- undir erlendra ferðamanna til landsins á hverju ári. Þá fer fjöldi fólks, sérstaklega úr viðskiptalífinu, í við- skiptaferðir til útlanda á vegum þess. ERLENDIR FERÐAMENN Innanlandsdeild ferða- skrifstofunnar hefur greitt mörgum erlenda ferða- manninum leið að perlum íslenskrar náttúru. Á hverju ári koma þúsundir þeirra á vegum skrifstof- unnar í lengri og styttri ferðir. Skemmtilegur þátt- ur í starfsemi innan- landssviðs er skipulagning fyrirtækjaferða og ættar- móta fyrir innanlands- markað. VIÐSKIPTAFERÐIR TIL ÚTLANDA Utanlandsdeildin hefur áratuga reynslu og sérhæf- ingu í viðskiptaferðum til útlanda. Fjöldi stórra og smárra fyrirtækja, auk ein- staklinga, er í föstum við- skiptum við ferðaskrifstof- una. RÁÐSTEFNUR Ferðaskrifstofan rekur sérstaka ráðstefnudeild. Hún fer ört vaxandi enda hvers kyns ráðstefnur og fundir að verða æ fyrir- ferðameiri í íslenskri ferðaþjónustu. Starfsfólk ráðstefnudeildar skipu- leggur allt sem viðkemur ráðstefnum og notar til þess fullkominn tölvuhug- búnað. Fyrirtækið er í sam- starfi við CONGREX, al- þjóðlegt félag fyrirtækja sem sérhæfa sig í skipu- lagningu ráðstefna og funda. EDDUHÓTELIN Hóteldeild Ferðaskrif- stofu íslands starfrækir í sumar 18 Edduhótel vítt og breitt um landið. Tvö þeirra, Edduhótelin á Kirkjubæjarklaustri og á Hvolsvelli, eru opin allt ár- ið. Edduhótel hafa verið starfrækt í rúma þrjá ára- tugi. Þau hafa tekið mikl- um breytingum á þeim tíma sem miðast í einu og öllu að koma til móts við kröfur nútímaferðamanna, bæði í aðbúnaði og veiting- um. Gistiaðstaðan er ger- breytt frá því sem áður var. Framkvæmdas tjóri Ferðaskrifstofu fslands er Kjartan Lárusson. KYNNING Á FERÐASKRIFSTOFU ÍSLANDS MYNDIR: BRAGIJÓSEFSSON 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.