Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Síða 64

Frjáls verslun - 01.05.1995, Síða 64
EFNAHAGSMAL Skilaboð til stjórnvalda: HAFIÐ KIARK TIL AÐ BÆTA SAMKEPPNISHÆFNINA Einar Sveinsson, formaður Verslunarráðs Islands, ríður á vaðið í nýjum, föstum dálki Frjálsrar verslunar sem ber heitið Skilaboð til stjórnvalda “I ftir 6 ára samfelldan samdrátt hefur undanfarið rúmt ár verið I-----1 að birta til í íslensku efnahags- Iífi. Batinn hefur verið hægur og und- irstöður hans brothættar. Þar hefur vegið þungt veiðar utan efnhagslög- sögu íslands og ávinningur af efn- hagsuppgangi í viðskiptalöndum. Hluta umskiptanna má þó þakka bættum starfsskilyrðum íslenks at- vinnulífs, en útflutningur á vöru og þjónustu jókst verulega á síðasta ári. Með aukinni framleiðni í atvinnulífinu, breytingum á skattlangingu fyrir- tækja og auknu viðskiptafrelsi hefur tekist að gera samkeppnisskilyrði at- vinnurekstrarins að mörgu leyti sam- bærilegan því sem erlendir keppi- nautar búa við. Þrátt fyrir þessi jákvæðu teikn þá eru hættumerki á lofti. Órói hefur verið á vinnumarkaði og víða má heyra öfundartón í garð íslenskra fyrirtækja fyrir að hagnast. Hagnaður íslenskra fyrirtækja er hins vegar ekki mikill miðað við erlenda keppi- nauta þeirra, eigið fé yfirleitt minna og til viðbótar þá er verið að vinna upp margra ára taprekstur. Það gleymist oft að hagnaður fyrirtækjanna stend- ur undir velferðarkerfinu. Skilaboðin til stjómvalda eru því einföld. Þau verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að búa íslensku atvinnulífi starfsskilyrði sem gera þau samkeppnishæf í alþjóðlegu um- hverfi. Til þess verða þau að hafa kjark til að efla þau úrræði sem bæta samkeppnishæfnina en fyrirbyggja skaðleg áhrif. I því sambandi vil ég nefna fáein verkefni sem ég tel brýnt að stjórnvöld leysi úr á næstu árum. 1. RÍKISSJÓÐSHALLI Eyða þarf ríkissjóðshallanum með lækkun ríkisútgjalda. Ríkissjóðshall- inn veldur skuldasöfnun og er ávísun á hærri skatta til framtíðar. Hann heldur vaxtastigi uppi og hamlar þannig á móti sókn í atvinnumálum. Koma þarf á samkeppnishugsun hjá hinu opinbera með gerð þjónustu- samninga við einstakar ríkisstofnanir. Efla þarf kostnaðarvitund notenda opinberrar þjónustu með greiðslu hóflegra þjónustugjalda. Hugsa þarf til lengri tíma við gerð ijárlaga og leggja ávallt fram langtímafjárlög til þriggja ára en það er reyndar skylt skv. lögum. Horfast verður í augu við óþægileg vandamál s.s. skuldasöfn- unar ríkisins gagnvart lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna. Til þess að efla ábyrgðartilfinningu stjómmálamanna er rétt að setja hömlur við því að ríkissjóður verði rekinn með halla, t.d. að banna hallarekstur eða að slíkt þurfi að samþykkja sérstaklega á Al- þingi með atkvæðum aukins meiri- hluta. 2. EINKAVÆÐING OPINBERRAR STARFSEMI Halda þarf áfram að draga úr um- svifum ríkisins og einkavæða opinber fyrirtæki. Þetta getur gerst með út- boðum, niðurlagningu þjónustu eða sölu á eignarhlutum í fyrirtækjum. Einkavæðing felur í sér valddreifingu og hvetur til aukinnar samkeppni sem skilar sér í betri rekstri viðkomandi fyrirtækja og bættum hag neytenda og skattgreiðenda. 3. JÖFNUN SAMKEPPNISSKILYRÐA Þar sem ríkið stundar atvinnustarf- semi í samkeppni við einkaaðila er samkeppnisaðstaðan oft ójöfn. Brýnt er að aðstöðumunur verði jafnaður m.a. með því að ríkisfyrirtækjum verði breytt í hlutafélög. Þannig starfa þau á sama grunni og einkafyr- irtæki, njóta takmarkaðrar ábyrgðar eigenda, þurfa að greiða skatta og Einar Sveinsson, formaður Verslunarráðs íslands, er með þessi skilaboð: Stjórnvöld verða að gera allt sem íþeirra valdi stendur til að búa íslensku atvinnulífi starfsskilyrði sem gera þau samkeþþnishæf í alþjóðlegu umhverfi. MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 64

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.