Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Síða 66

Frjáls verslun - 01.05.1995, Síða 66
BREF FRA UTGEFANDA ÞJÓDARÍÞRÓTTIN STUNDUD AF KAPPI Að undanförnu hafa íslendingar stundað það, sem kalla má þjóðaríþrótt okkar, af miklu kappi. Hér er ekki verið að ræða um handbolta, enda eins gott að hann liggi í láginni um skeið eftir hrakfarirnar í Heimsmeistarakeppninni, heldur vinnudeilur og verk- föll. Og í þeirri íþrótt höfum við náð verulegum ár- angri, enda ekki lengur við neinn annan að keppa en okkur sjálfa. Munur ef svo hefði verið í HM ’95. Af fjölmiðlafréttum að dæma erum við þegar búnir að setja met á þessum vettvangi, allavega Evrópumet, ef ekki heimsmet. Eftir að það, sem kallað var „heildarkjarasamning- ar“, milli Alþýðusambands Islands og Vinnuveitenda- sambands Islands, var undirritaðir fyrr á árinu vörp- uðu margir öndinni léttar, fyrst og fremst vegna þess að með samningunum var talið að í nánustu framtíð væri tryggður sá stöðugleiki sem verið hefur í íslensku efnahagslífi allt frá því að þjóðarsáttarsamningamir vom gerðir á sínum tíma. Umræddir samningar áttu líka að verða til þess að það svigrúm, sem efnahagsbat- inn veitti, yrði nýtt til þess að bæta stöðu hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu. En blekið var varla þornað af undirskrift samning- anna aður en hjólin tóku að snúast af miklum hraða og að undanförnu hefur hið sama komið upp á tenginginn og jafnan áður. Sérhagsmunahópar nýta stöðu sína til þess að fá ASI/VSI samningana og svo sitthvað til við- bótar. Allir halda þeir því fram að þeir hafi dregist aftur úr og að nauðsynlegt og tímabært sé nú að lagfæra þetta eða hitt. Niðurstaðan er sú að hér hefur ríkt meiri skálmöld á vinnumarkaðnum en í langan tíma og eitt verkfallið hefur rekið annað. Þúsundir vinnudaga hafa tapast og það þarf ekki mikla reiknimeistara til þess að sjá hvað það hefur í för með sér fyrir þjóðarbúið. Þetta ástand hefur opnað augu manna enn frekar fyrir nauðsyn þess að framkvæma róttækan uppskurð á vinnulöggjöfinni. Það hljómar satt að segja undar- lega þegar það er orðið eitt af aðalmálunum í kjara- samningum og launþegar fá hækkun launa fyrir það eitt að vinnuveitandanum er heitið því að framvegis fái hann að semja við alla starfsmenn fyrirtækisins í einu eins og gerðist í álversdeilunni. Launþegahreyfingin á íslandi hefur komið ár sinni vel fyrir borð og klofið sig í smáar einingar þar sem hver pukrast í sínu horni og gjörnýtir aðstöðu sína. Stjórnun og rekstur verkalýðs- félaga eru orðin umfangsmikil atvinnugrein sem fjöldi manna hefur framfærslu sína af og svo er að sjá að þessir menn telji það skyldu sína að vinna þannig fyrir „umbjóðendur sína“ að þeir séu sendir í verkfall með ákveðnu millibili. Kannski væri það virkasta ráðið þegar kjaradeilur standa yfir að fjölmiðlar tækju sig saman og fjölluðu sem minnst um málið því stundum hefur maður það á tilfinningunni þegar ábúðarmiklir leiðtogar koma fram í fjölmiðlum að þeim leiðist hreint ekki að vera í sviðsljósinu. Það er verkefni Alþingis að taka þetta mál föstum tökum. Það hlýtur að njóta til þess stuðnings stærstu launþegasamtakanna og Vinnuveitendasambands Is- lands því í raun eigi þessi samtök mestra hagsmuna að gæta. Það er til að mynda lítill ávinningur fyrir Al- þýðusambandið að semja á skynsamlegum nótum fyrir sitt fólk þegar það er vitað upp á hár að einmitt þeir samningar verða notaðir af öðrum til þess að fá meira og til þess að auka enn á ójafnvægi og launamun. Hversu oft hefur ekki verið á það bent að það sé algjörlega óviðunandi að starfsfólk sama fyrirtækis sé í fjölmörgum stéttarfélögum þar sem jafnvel mjög fá- mennir hópar eða jafnvel einstaklingar geta stöðvað alla starfsemi þess. Stundum vita fyrirtækin tæpast við hverja þau eiga að semja. Við slíkar aðstæður eru hagsmunir einstaklinganna oftast fyrir borð bornir og þegar litið er á niðurstöðu eftir hatröm átök neyðast menn til að viðurkenna að allir hafi tapað og kannski þeir mest sem síst skyldi. Verði ekki gerð breyting á vinnulöggjöfinni á næstunni er líklegt að verkalýðs- hreyfingin byrji að springa innan frá. Munaði t.d. litlu að slíkt gerðist í nýafstöðnu sjómannaverkfalli. Ein- staklingar munu telja hag sínum betur borgið að vera utan verkalýðsfélaga og reyna að sjá um sig sjálfir. Þeir hafa hvorki efni á né vilja til þess að vera í löngum verkföllum. Og það er sama hvað hver segir: Það hlýt- ur að vera persónufrelsi hvers og eins að ráða því sjálfur með hvaða hætti og hvernig hann stendur að samningum við vinnuveitanda sinn og hvernig við- komandi telur hag sínum best borgið. 66

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.