Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 62
að það hefur verið lagt, eftir
létta alkalíska hreinsun. Það,
sem gerir þessa nýju fram-
leiðslu ef til vill hvað
skemmtilegasta í augum
leikmanns er útlitið en það
stirnir á plötumar nánast
eins og á demanta og þær
hafa létta og skínandi málmá-
ferð.
Það nýjasta hjá Garðastáli er svo garðapanillinn sem
hefur meðal annars þann kost að hvergi sjást festingar
eftir að klætt hefur verið. Garðapanill fæst í þremur panel-
breiddum og á án efa eftir að njóta mikilla vinsælda. Akom-
inn minnir hann svolítið á
timburklæðningu en hefur
hins vegar alla eiginleika
stálsins.
Ýmsa fylgihluti þarf, eins
og gefur að skilja, við upp-
setningu stálsins og þá má
alla fá hjá Garðastáli, hvort
heldur er saumur, þéttingar,
kjöljám, gluggabúnaðar eða
ýmiss konar áfellur. Garðastál smíðar einnig eftir teikning-
um viðskiptavinarins en afgreiðslufrestur verður þá annar
en á þeim vömm sem fyrirliggjandi eru hverju sinni.
Hús fjölfatlaðra á Akureyri, klætt með garðapanil.
ægt er að halda sí-
gildu, íslensku útliti
húsa með því að nota
kerfið, - segir Aðal-
Steinþórsson hjá ís-
lenskum múrvörum hf. „Þú
getur valið um að sléttpússa
húsið og mála, en þannig líta
flest íslensk hús út í dag.
Svo má velja að hrauna eða
steina húsið sem þá líkist
einna helst húsunum í Hh'ða-
hverfinu. Mikilvægur kost-
ur við þetta kerfi, sem teng-
m
ÍMÚR
steinn
IMUR
Útlitið helst með ímúrnum
ist útlitinu, er að þú getur
tekið áveðurshliðar húss og
klætt þær með ÍMÚR án
þess að breyta útlitinu.“
Og Aðalsteinn heldur
áfram: „Gallup gerði fyrir
okkur könnun þar sem 1200
manna úrtak var spurt hvað
því þætti fallegast að gera í
eftirfarandi tilviki: „Setjum
sem svo að útveggir húss-
ins, sem þú býrð í, þyrftu á
meiriháttar viðgerðum að
halda vegna leka eða ann-
■m THÖFDABAKKA 9 • 112 REYK.IAVÍK
Verkpallar
1975 - 1995
Þjónusta í 20 ár
LEIGA OG SALA
á vinnupöllum
og stigum
S 567 3399
H
F
Þrjú hús í Grafarvogi klædd ÍMÚR
með steináferð. Eins og sjá má er
hægt að fá mismunandi lit á steinuð
hús. Byggist liturinn bæði á stein-
sallanum, sem notaður er, og litnum
á steinlíminu.
arra skemmda. Hvaða eftirfarandi
áferð og klæðning þætti þér fallegust
óháð kostnaði? Rúmlega 91% tók af-
stöðu í spurningunni. Alls nefndu
25,6% sléttpússaða múráferð, 23,6
nefndu skeljasands- eða steináferð.
Það má því segja að helmingur hafi
viljað þessa klæðningu eða áferð.
Trúlega hefur núverandi útlit húsanna
sem þeir, sem spurðir voru, búa í,
haft áhrif á val þeirra á klæðningu.
Þess má geta að 4,8% nefndu báru-
jám.“
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR
62