Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 21
er RV í 1600 fermetra eigin húsnæði að Réttarhálsi 2, starfsmenn eru 24 og er ársveltan hátt í 500 miljónir. Kristján starfaði sem sjálfstæður sölumaður í 5 ár áður en RV var stofnað. í sölumennskunni hafði hann meðal annars selt ýmsar hreinlætisvörur til stofnana og fyrir- tækja og varð fljótt ljóst að hér væri þörf fyrir fyrirtæki sem byði heildarlausnir á þessu sviði. Þá þróaði Kristján ákveðna viðskiptahugmynd um heildarlausnir fyrir stofn- anir og fyrirtæki og skellti sér út í rekstur RV. I lausa- mennskunni kynntist hann mörgum við- skiptavinum sem skipta við hann enn í dag. „Ég ákvað að taka eitt skref í einu í upp- byggingu fyrirtækisins og byggja sem minnst á lánsfé. Þetta kostaði mikla vinnu í umhverfi þar sem viðhorfin voru ekki sér- lega hlynnt því að maður færi út í eigin atvinnurekstur. Enda hafa frekar fáir af minni kynslóð farið út í sjálfstæða starfsemi. Fleiri hafa leitað til fyrirtækja eða hins opin- bera um vinnu. Almennt við- horf var að vera ekki að rembast í rekstri og taka áhættu af sjálfstæðri starf- semi. Fleiri hugsuðu um að læra eitthvað sem þeir höfðu gagn og gaman af. En ástæðan fyrir því að ég fór í eigin rekstur var einmitt sú að ég gæti sinnt starfinu af lífi og sál og haft gagn og gaman af því um leið.“ Kristján segir rekstur RV aðeins byggjast að hluta á stjómandanum en þeim mun meira á hópnum og öflugri liðsheild. ÞannigtalarHeiðrúnH. Guðlaugsdóttir gjaldkeri og fyrsti starfsmaður RV gjaman um „okkur í RV-fjöl- skyldunni". Það er lýsandi fyrir þann liðsanda sem ríkir í fyrirtækinu. Eftir að RV stækkaði réð Kristján til sín framkvæmda- stjóra, Skúla Einarsson, gamlan skólabróður úr Mennta- skólanum að Laugarvatni. Hann sér um daglegan rekstur og starfsemina inn á við í fyrirtækinu meðan Kristján sinnir markaðsmálum og starfseminni út á við. Saman mynda þeir félagar sérstæða og samhenta yfirstjórn. Áræðni sína við upphaf rekstrarins og velgengni segir Kristján þakka því að hann fór snemma að hugsa mjög sjálfstætt, þó það hafi ekki komið til af góðu. „Ég missti móður mína átta ára gamall og ólst upp frá tíu ára aldri hjá ungum hjónum, þeim Sigurlaugu Bjömsdóttur og Guðjóni Bjamasyni, sem þá höfðu nýlega hafið búskap að Selholti í Mosfellsdal. í Selholti ólst ég upp við öll almenn bústörf og var snemma treyst fyrir að leysa hin ýmsu störf með sjálfstæðum hætti. Það traust sem þau fóstra mín og fóstri sýndu mér tel ég vera eina megin ástæðu þess að það lá einhvem veginn beint við hjá mér að fara út í sjálstæða starfsemi. En gagnkvæmt traust milli eigenda, starfsfólks og viðskiptavina er að mínu mati ein megin forsenda fyrir vel- gengni RV. Mikil þátttaka í félagsstarfi á menntaskólaámnum varð mér einnig ákveðin sönnun fyrir mikilvægi góðs liðs- anda og hefur sú reynsla nýst vel í rekstri RV“. Kristján segir að fyrirmynd að rekstrin- um hafi að hluta til verið sótt til erlendra fyrirtækja sem starfa á þessu sviði. í fyrstu hafi honum verið tekið heldur fálega þegar hann bauð heild- arlausnir í innkaupum fyrir stofnanir og fyrirtæki en nú sé öldin önnur þar sem þær auknu kröfur sem gerðar em til rekstrar í dag kalli á hag- kvæmari lausnir. Áherslusvið RV em tvö. í fyrsta lagi er áhersla á al- mennar rekstrar- og hreinlætisvörur fyrir stofnanir og fyrirtæki en í öðru lagi er áhersla á sérhæfðar vörur fyrir heilbrigðisstofnanir. Við stimpilklukkuna í fyrirtækinu hangir rammi, en í honum má lesa um hlutverk og markmið RV. Markmiðin eru skýr, einföld og öllum sýnileg. Þannig skal til dæmis veltuaukning milli ára vera minnst 10 prósent umfram verðbreytingar. Flestar vörur skulu merktar RV. RV skal ávallt leitast við að vera leiðandi á sínu sviði. Starfsum- hverfi skal vera mannlegt, gott og hvetjandi og starfsmenn skulu finna til ábyrgðar í starfi, hafa góða þekkingu hver á sínu sviði og vera virkir. Varðandi ímyndina þá skal RV vera þekkt fyrir þekkingu, úrval og persónulega þjónustu og hafa orð á sér fyrir að vera traust og áreiðanlegt fyrirtæki. Kristján segir alla „RV-fjölskylduna“ vinna sam- an að þessum markmiðum. „Virtist viðhorfið „Taktu ekki áhættu afeigin rekstri" vera mjög ráðandi. Fleiri hugsuðu um að læra eitthvað sem þeir hefðu gaman af. En ástæðan fyrir því að ég fór í eigin rekstur var einmitt sú að þá gat ég sinnt starfinu af lífi og sál og haft gaman af því um leið. “ Kristján Einarsson - Rekstrarvörum Á r G iEVALIA - Það er kaffið smsós^sio 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.