Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 49
Páll vígalegur í vinnugallanum fyrir nokkrum árum Páll situr í garðskálanum. Elín, kona hans, var því mið-
þegar framkvæmdir voru í hámarki. ur í Reykjavík þegar við komum í heimsókn.
skógrækt. Hann dvelur tíðum viðþetta áhugamál sitt í bústað sínum
vilja telja illgresi," en einnig er mikið af birki, lerki og
greni. „Margir hafa haldið þvífram að lerkið geti ekki vaxið
nema fyrir norðan en það vex samt ágætlega hérna. Þetta
minnir mig á söguna um manninn, konuna og saumavélina.
Maðurinn sagði: -Þú saumar aldrei, hvað ætlarðu að gera
við saumavél? En það var ekki von að konan saumaði hún
átti enga vélina. Eins er þetta með lerkið. Það var lengi vel
ekki ræktað nema fyrir norðan og austan og því héldu allir
að það sprytti ekki hér sunnanlands.“
-Hefur þú alltaf haft áhuga á gróðri?
„Nei, og kannski er það vegna þess að ég er fæddur á
Siglufirði, á stað þar sem aldrei var hugsað um gróður. Þar
voru allir á kafi í síldinni. Reyndar var égþar mikið hjá konu
sem var mikið fyrir gróður og átti einn þeirra þriggja garða
sem þama vom. Þetta var mjög fallegur garður. Annan
garð átti bróðir hennar og þriðja garðinn átti norsk kona
sem var gift lækninum. Hún var auðvitað vön gróðri heim-
an að frá sér. Konan, sem ég var hjá, ræktaði bæði
nytjajurtir og annað og þar kynntist ég fyrst gróðri þótt
töluverður tími ætti eftir að líða þar til ég fór sjálfur að
sinna garðrækt að einhverju ráði. Við hjónin keyptum hús í
Garðabæ og þá vaknaði garðyrkjuáhugi konu minnar sem
lítið hafði verið í garðrækt fram að því. En svo jókst áhugi
okkar beggja jafnt og þétt. Það er hins vegar ekki fyrr en
nú síðustu ár sem maður hefur haft tíma til þess að standa í
þessu. Við seldum svo húsið í Garðabæ og nú má segja að
við séum mikið til flutt hingað þótt við höfum líka húsnæði
á Reykjavíkursvæðinu. Þar er smágarður en eigi að sinna
þessu vel hér er þetta alveg fullt starf, enda erum við með
mikið af ungum plöntum í uppeldi. “
49