Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 24
FORSÍÐUEFNI
farið í aðgerðir sem eru mjög kostnaðarsamar til lengri
tíma, samanber útflutning Gulu línunnar. „Það verkefni
hefur tekið 4-5 ár og kostað mikla peninga. En þá skiptir
máli að snúa ekki baki við hugmyndinni við fyrsta mótbyr
heldur halda ótrauður áfram.“
Ami segir áríðandi að velja og hafna þegar ná eigi
árangri. „Menn standa alltaf frammi fyrir því að fóma
einhverjum hlutum fyrir velgengni í viðskiptum. Sumir hafi
því miður fórnað fjölskyldunni en ég lifi farsælu fjölskyldu-
lffi. Fjölskyldan hefur verið mjög umburðarlynd og sýnt
þann stuðning sem er nauðsynlegur meðan á uppbyggingu
fyrirtækis stendur. Ég er mjög sáttur þegar á heildina er
litið þótt vissulega hefði ég viljað gera ýmislegt öðruvísi.
Það var lán að ég skyldi byrja á sínum tíma því það er
erfiðara að byrja með tvær hendur tómar í dag en fyrir 13
árum.“
BIRGIR ÞORARINSSON
Ferill Birgis Þórarinssonar er ólíkur ferli hinna viðmæl-
enda okkar að því leyti að hann hafði verulega reynslu af
þeirri starfsemi, sem hann yfirtók, þegar hann keypti Egil
Ámason hf. fyrir átta árum. Þá keypti hann starfandi
fyrirtæki þó svo reksturinn hafi verið í lág-
marki. í dag er Egill Ámason stöndugt fyrir-
tæki og meðal leiðandi fyrirtækja í sölu
parkets og flísa. Birgir hefur síðan bætt um
betur en hann keypti gólfefnabúðina Teppa-
land 1994 og rekur hana ásamt Agli Áma-
syni. Þar með ræður Birgir, nú 42 ára
gamall, yfir stórum hluta af gólfefnamarkað-
num á íslandi í dag.
„í stuttu máli byggist þetta
að talsverðu leyti á því, sem
manni er gefið í vöggugjöf, en
auðvitað skiptir einnig máli
hversu agaður maður er og
hvar áhugi manns liggur,“
segir Birgir.
Hann hóf ungur að selja
blöð og vann síðan á eyrinni
og í fyrstihúsum með skóla.
Hann átti alltaf peninga og ólíkt mörgum öðrum strákum
gekk hann aldrei í vasann hjá pabba eftir peningum. Lögðu
foreldramir áherslu á að hann sæi fyrir sér sjálfur.
„Það var alltaf lögð rík áhersla á að gera upp sínar
skuldir og skulda engum neitt. Það kann að vera tilviljun-
um háð hvað menn fara að gera í lffinu en grunnurinn er
lagður í uppeldinu. Ég var langt frá því að vera pabba-
drengur þótt faðir minn hafi vissulega verið mér innan-
handar með góð ráð og leiðbeiningar. Ég fékk ekkert upp í
hendumar og þurfti að stóla á sjálfan mig. Því finnst mér
stundum erfitt að horfa upp á hve mikla vasapeninga sumir
krakkar fá í dag og hvað þeir virðast lítið þurfa að sjá fyrir
sér sjálfir. “
Birgir segist eiga Víði Finnbogasyni í Innréttingabúð-
inni og síðar Teppalandi mikið að þakka, þar hafi hann lært
allt um gólfefnabransann. Hann vann í búðinni hjá Víði á
sumrin frá 15 ára aldri og fékk þar reglulega fyrirlestur um
gildi snyrtimennsku og þess að standa í skilum. Og þeim
boðum var áfram komið til Birgis þegar hann dvaldi í
Englandi um tíma og vann hjá byggingaverktaka og aftur
síðar þegar hann nam verslun og viðskipti í London um
fjögurra ára skeið.
„Ég byijaði svo að starfa hjá Víði þegar ég kom heim frá
námi 1978. Ég var sölustjóri en framkvæmdastjóri var þá
Jón H. Karlsson. Við unnum saman til 1986 og var það
mikill og skemmtilegur uppgangstími. Það var okkur mik-
ilvægt að fá tiltölulega frjálsar hendur, enda fullir af eld-
móði. Síðan gerist það að ég skynja aukinn áhuga á parketi
og spáði að það yrði aðalgólfefnið. Teppaland hafði þá ekki
þann áhuga á parketi sem ég hafði. Því sló ég til þegar Egill
Ámason bauðst til kaups 1986.“
Þá var einn starfsmaður hjá Agli Árnasyni, sem staðsett
var í Skeifunni 3, nokkrar pallettur af gólfefnum á lager og
reksturinn í algeru lágmarki. En tvö væn gólfefnaumboð
fylgdu í kaupunum: Junckers og Káhrs.
„Þetta var feiknamikil og erfið ákvörðun en ég hafði
gífurlegan stuðning í mínum besta vini og viðskiptafélaga
sem er konan mín, Dóra Sigurðardóttir. Hún, auk föður
míns og tengdaföður, veitti mér þann stuðning sem til
þurfti og var nauðsynlegur. Hún hefur haft
mikil áhrif á líf mitt, sýndi mikið þor og var
ekki síður tilbúin að taka áhættuna. Undir
svona kringumstæðum er nauðsynlegt að
hafa einhvern sem stendur traustur við bak-
ið á manni því það var virkilega erfitt að fara
til útlanda, rúmlega þrítugur, og semja við
birgjana þar sem fyrirtækið hafði nánast
ekki verið í rekstri. En það gekk upp,“ segir
Birgir.
„Það verður aldrei sagt
nógu oft en það er þrotlaus
vinna að koma upp fyrirtæki
þar sem menn vinna oft meira
en 15 tíma á sólarhring og eru
alltaf með hugann við rekstur-
inn. Maður leggur allt í söl-
urnar. Ég hafði reyndar
ákveðið forskot þar sem ég
þekkti gólfefnamarkaðinn mjög vel en svona rekstur bygg-
ir alltaf á frumgerðinni, vináttu, stuðningi hinna nánustu -
og þá er ég ekki að tala um fjárhagsstuðning - sjálfstæði og
þori. Það skiptir öllu máli að þora og vera framtakssamur. “
Þegar efni hafði verið safnað í þessa grein varð ljóst að
sögur þessara manna voru mjög keimlíkar þótt þeir fáist
við ólíka hluti. Komu ákveðnir hlutir upp aftur og aftur og
gengu eins og rauður þráður í gegnum efnið: Þolinmæði,
þrautseigja, dugnaður og mikil vinna, agi, útsjónarsemi og
heiðarleiki í öllum samskiptum voru meðal þess sem allir
lögðu áherslu á sem lykilatriði á bak við velgengni. Þá kom
einnig fram að menn gætu haft alla þessa þætti í hávegum
þótt þeir sýndu hörku í viðskiptum og væru fylgnir sér.
„Ég fékk ekkert upp í hendurnar og þurfti að
stóla á sjálfan mig. Því finnst mér stundum
erfitt að horfa upp á hve mikla vasapeninga
sumir krakkar fá í dag og hvað þeir virðast lítið
þurfa að sjá fyrir sér sjálfir. “
Birgir Þórarinsson - Agli Árnasyni
24