Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 103
Þeir Haukur Hauksson þjónn og Már Ólafsson matreiðsluinaður í
glæsilegum, uppbúnum 80 manna sal á Hótel Borgamesi skömmu
áður en hópur gesta kom til kvöldverðar.
EGILSSAGA KYNNT
Þjónusta hótelsins við ferðamenn - utan veggja þess -
byggist á því að útvega bílaleigubíla og koma þeim, sem
þess óska, í samband við hestaleigu. Auk þess hefur verið
gerð tilraun á vegum hótelsins og markaðsráðs í Borgar-
nesi sem felst í því að auglýsa sérstakar námsferðir á sögu-
slóðir Eglu. Þetta eru tveggja vikna ferðir þar sem bland-
að er saman fyrirlestrum um íslendingasögurnar og sögu-
svið þeirra, sem síðan er skoðað í ferðum sem farnar eru
út frá Borgarnesi.
Pétur segir að lokum að það hafi komið sér skemmti-
lega á óvart síðastliðið sumar að frétta að áttræð frænka
hans fæddist á Hótel Borgarnesi árið 1915 en þá var faðir
hennar, frændi Péturs, þar hótelstjóri. Hótelreksturinn
hefur því verið í Jjölskyldunni fyrr en nú.
um það er eitt hundrað manna ráðstefna áhugaleikhópa
frá Norðurlöndunum sem gistir á Hótel Borgarnesi og
heldur þar fundi sína í júlí í sumar. Ráðstefnan mun stan-
da í ijóra til fimm daga.
Reyktur lundi í forrétt á Hótel Borgamesi.
Á LA CARTE
Hótel Borgarnes er að sjálfsögðu með sitt eigið eldhús
og býður upp á á la carte-matseðil. Gestir og gangandi
geta fengið allar almennar veitingar allan daginn, „en við
reynum að gefa útlendum hópum, sem hjá okkur dveljast,
að minnsta kosti einu sinni lamb og skyr til að halda fram
framleiðsluvörum okkar. Svo eru lax og silungur gjarnan
á borðum og annað fiskmeti því við erum á þeim slóðum
þar sem ævinlega er hægt að bjóða upp á glænýjan fisk.”
Hótel Borgarnes er aðili að samtökum Regnbogahótela
en markmið samtakanna eru meðal annars að setja hótel-
unum ákveðna staðla, að þau reki öfluga bókunarmiðstöð
og að ávallt sé leitast við að uppfylla þarfir og óskir við-
skiptavinanna. Þá er stefnt að því að hótel innan keðjunn-
ar verði ávallt besti valkostur á sínu svæði miðað við verð
og gæði.
HOTEL
BORGARNES
EGILSGÖTU 14-16.
SÍMI: 4371119. FAX: 4371443.
103