Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 100
Þessir óvenjulegu gluggar í húsinu við Lágmúla 4 í Reykjavík eru frá Borg í Borgamesi.
Hér sér vfir stúdentahverfið að Bifröst en þar eiga
eftir að rísa fleiri hús sem Borg bvggir.
Við Samvinnuháskólann að Bifröst í Borgarfirði hafa nú
risið þrjú raðhús með fjölskyldu- og stúdentaíbúðum fyrir
nemendur háskólans. Það er Byggingafélagið Borg hf. í
Borgarnesi sem reisti húsin. „Efnt var til samkeppni um
hönnun á hverfi fyrir stúdentaibúðir og dómnefnd valdi
okkar lausn,” segir Finnur Sturluson, framkvæmdastjóri
Borgar.
Hönnunarverkefnið var unnið í samvinnu við arkitekta
hjá TT3 í Reykjavík og nær ekki aðeins til hönnunar hús-
anna heldur alls umhverfis þeirra. Gert er
ráð fyrir að haldið verði áfram að reisa stúd-
entaíbúðirnar í samræmi við skipulagið á
næstu árum. Ibúðirnar eru á tveimur hæðum, niðri er eld-
hús og stofa en uppi tvö herbergi. Láta íbúar mjög vel af
húsunum.
Borg
SÉRHÆFIR SIG í
GAMALDAGS GLUGGASMÍÐ
Byggingafélagið Borg er tuttugu ára, „sem þykir nokk-
uð hár aldur í þessum iðnaði,” segir Finnur. I upphafi
slógu 7 aðilar sér saman og reistu félagsheimilið að Hlöð-
um í Hvalfirði. Var það upphafið að Borg. „Síðan þá hefur
Borg reist ótal byggingar í Borgarfirði og nærsveitum.
Fljótlega var svo farið út í glugga- og úti- og bílskúrshurða-
framleiðslu á verkstæðinu í Borgarnesi, sem varð þjón-
ustuaðili fyrir útiflokka fyrirtækisins. Borg hefur síðan
sérhæft sig í þessari smíði og er nú einn íjögurra stærstu
framleiðenda hér á landi. Fjöldaffamleiðsla innihurða hef-
ur ekki komið til heldur hafa þær verið sérsmíðaðar ef
þess hefur verið óskað. Fljótlega fór Borg einnig að sér-
hæfa sig í framleiðslu glugga og hurða í byggingar sem
verið var að endurnýja og mikið er nú smíðað af slíku í
tengslum við endurbætur gamalla húsa. Þekking starfs-
manna Borgar nýtist hér vel og sveigjanleikinn sem nauð-
synlegur er og fýrirtækið býður upp á við framleiðsluna.
„Það er vissulega styrkur fyrir okkur að hafa möguleika á
sveigjanleika og búa yfir mikilli starfsþekkingu á þessu
sviði,” segir Finnur.
UMSVIFIN AUKAST
Borg hefur einnig byggt blokkir, einbýlishús og raðhús i
Borgarnesi og sumarbústaði af öllum stærðum og gerðum
fyrir bæði einstaklinga og félagasamtök. Nú síðast voru til
dæmis byggðir 14 sumarbústaðir fyrir stéttarfélög í
Svignaskarði. Venjulega er húsunum skilað fullsmíðuðum
en aðrir sjá um raf- og pípulagnir en sé þess óskað annast
Borg þann hluta verksins og ræður til þess undirverktaka.
100