Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 28
FYLGI EFTIR STJÓRNMÁLASKOÐUNUM Kjósendur óákv./neita Ástþór G. Agn. G. Pét. Ól. Ragn. Pétur Alþýðufl. 23 0 9 20 41 7 Framsóknarfl. 23 4 10 8 43 12 Sjálfstæðisfl. 27 1 6 15 19 32 Alþýðubandal. 16 0 7 6 69 2 Þjóðvaka 0 14 0 14 71 0 Kvennalista 34 12 18 6 18 12 Um 32% kjósenda Sjálfstæðisflokks segjast ætla að kjósa Pétur Hafstein sem forseta en um 19% Ólaf Ragnar. Um 27% kjósenda Sjálfstæðisflokks eru enn óákveðin í hvern þeir ætla að kjósa. - og helst búinn að rjúfa 40% múrinn á niðurleið. En það þarf mikið til að þetta gangi eftir. Ljóst er að Ólafur yrði þá að tapa fylgi til hans á næstu dögum og sömuleiðis þyrfti Pétur að vinna hylli þeirra sem nú eru óákveðnir. Miðað við könnun Frjálsrar verslunar um næstbesta kost eru ekki miklar líkur á að Pétri takist að vinna mikið fylgi af Ólafi. Hugsanlega kann hann þó að höfða til þeirra 20% sjálfstæðismanna sem segjast ætla að kjósa Ólaf. En það verður eríitt fyrir hann úr því sem komið er. Hins vegar má ætla að möguleikar Péturs liggi frekar í því að vinna fylgi óákveðinna. UM 30% ÓÁNÆGÐ MEÐ ALLA FRAMBJÓÐENDUR Eitt af því sem eykur á óvissuna í umræðum um forsetakosningamar er sú niðurstaða sem mældist á dög- unum í könnun Hagvangs en þar kom fram að um 30% sögðust óánægð með alla frambjóðendurna til forseta. En þess má geta að þetta er svipað hlutfall og fjöldi óákveðinna er í könn- un Frjálsrar verslunar. En þá vaknar sú spurning hvort margir muni sitja heima á kjördag fyrst um 30% þjóðarinnar eru ekki ánægð með neinn frambjóðandann - hvort kosningaþátttaka verði með lé- legasta móti í sögu forsetakosninga á íslandi. Svo gæti farið. Fari svo að margir óákveðnir og óánægðir muni sitja heima á kjördag og ekki taka þátt í kosningunum nýtist það Ólafi Ragnari fremur en hinum þar sem möguleikar hinna frambjóð- endanna liggja fyrst og fremst í að vinna fylgi þeirra mörgu sem eru óákveðnir. Eins og staðan er núna virðast þær Guðrún Agnarsdóttir og Guðrún Pétursdóttir eiga minni möguleika en Pétur Hafstein á að vinna Ólaf Ragnar. Takist annarri hvorri hins vegar að skjótast í annað sætið nokkrum dögum fyrir kosning- ar er lag fyrir þá hina sömu að hreppa fylgi andstæðinga Ólafs Ragnars. Sömuleiðis eiga þær mun meiri möguleika en Pétur á að vinna fylgi af Ólafi. Hjá stuðningsmönnum Ólafs er önnur hvor þeirra oftast nefnd sem næstbesti kostur. PÓLITÍSKAR LÍNUR ERU GREINILEGAR Greinilegt er að pólitískar línur eru mjög að skerpast í kosningabarátt- unni. Ólafur Ragnar hefur fylgi rúm- lega tveggja þriðju hluta Alþýðu- bandalagsmanna. Hann er einnig með mest fylgi frambjóðenda hjá stuðn- ingsmönnum Framsóknar- og Al- þýðuflokks, liðlega 40% hjá hvorum. Ólafur Ragnar var í öðru sæti hjá sjálf- stæðismönnum með tæp 20%. Fylgi Ólafs er hlutfallslega minna í Reykjavík en á öllu landinu. Hann hef- ur þó auðvitað mest fylgi allra fram- bjóðenda í Reykjavík. Það er líka áberandi að þótt Ólafur Ragnar hafi mikið fylgi í Reykjaneskjördæmi þá er það einkum á Suðumesjum. Ólafur virðist sterkastur á Norðurlandi eystra. Karlar styðja Ólaf mun frem- ur en kvenfólk. Pétur hefur mest fylgi sjálfstæðis- manna en þó aðeins um þriðjung. Pét- ur fær einnig rúmlega tíunda hluta þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn síðast, en lítið úr öðrum flokkum. Fleiri karlar en konur styðja Pétur. Fylgi Péturs er sterkast á Suðvestur- landi. Guðrún Pétursdóttir er með tæp- lega 15% stuðning sjálfstæðismanna. Hún hefur jafnframt um 20% fylgi Al- þýðuflokkskjósenda. Hún hefur meiri stuðning kvenna en karla. Tiltölulega lítill munur var á fylgi hennar og Pét- urs í Reykjavík og á Suðurlandi. Mun- urinn var meiri í Reykjaneskjördæmi. Fylgi Guðrúnar var mest í þessum kjördæmum og á Norðausturlandi. Guðrún Agnarsdóttir fær einkum fylgi frá kjósendum svonefndra vinstri flokka. Hlutfallslega sækir hún mest fylgi til kjósenda Kvennalistans. Þó fer fjarri að hún „eigi“ allt það fylgi. Fylgi hennar er meira meðal kvenna en karla - og hún sækir fylgi víða um land. Fylgi Ástþórs Magnússonar var það lítið að erfitt reyndist að skipta því eftir flokkum og landshlutum. UM FJÓRÐUNGUR SJÁLFSTÆÐISMANNA ÓVISS Ekki er marktækur munur á af- stöðu manna eftir aldri. Þó virðast ungir kjósendur óráðnastir. Um fjórð- ungur sjálfstæðismanna var enn óviss eða gaf ekki upp afstöðu. Konur hafa einnig mun síður tekið afstöðu en karlar. í báðum þessum hópum mæl- ist fylgi Ólafs Ragnars minna en hjá heildinni. Þetta gæti gefið vísbend- ingu um að keppinautar Ólafs muni sækja meira fylgi í raðir óákveðinna NÆSTBESTI KOSTUR Kjósa sem forseta óákv./neita Ástþór G. Agn. G. Pét. Ól. Ragn. Pétur Ástþór 7 - 8 25 33 25 Guðrún Agnarsd. 24 0 - 24 30 22 Guðrún Pétursd. 12 2 31 - 14 41 Ólaf Ragnar 25 2 34 23 - 16 Pétur 22 1 22 44 11 - Taflan um næstbesta kost sýnir hvert straumarfylgis geta legið á niilliframbjóðenda. Um 16% afþeim sem segjast ætla að kjósa Ólaf Ragnar telja að Pétur sé næstbesti kostur. Um 11% þeirra sem segjast ætla að kjósa Pétur telja að Ólafur Ragnar sé næstbesti kostur. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.