Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 80
Litir 0£> mynstur eldþolnu
efnanna, hvort heldur er
mvrkvunartjalda- eða
gluggatjaldaefnanna, eru
óvenjuleg og falleg.
Dönsku rimlatjöldin hjá
Áklæði og gluggatjöldum eru
gegnheil.
Myrkvunar- og hliðartjöld í stíl
Áklæði og gluggatjöld kynna um þessar mundir nýjung,
myrkvunartjöld, sem seld eru í metratali rétt eins og hver
önnur gluggatjaldaefni, en jafnframt eru sömu efni á
boðstólum án myrkvunar. Myrkvunartjöldin eru til bæði
einlit og mynstruð og má velja þau skemmtilega saman
við hliðartjöldin - hafa til dæmis einlit myrkvunartjöld og
mynstraða vængi eða öfugt. Myrkvunartjöldin eru eldþol-
in og sama gildir um mikið úr-
val annarra efna undir þýska
vörumerkinu Drapelux en kröf-
ur eru nú gerðar um eldþolin
efni víðast hvar í stofnunum, fyr-
á hótelum vegna þess mikla öryggis sem
AUGLYSINGA-
KYNNING
irtækjum og
þeim fylgir.
Myrkvunartjöld eru bráðnauðsynleg fyrir glugga á
skrifstofum eða í sölum þar sem nauðsynlegt getur reynst
að myrkva til dæmis þegar verið er að sýna glærur eða
skyggnur á fundum. Hótel leggja auk þess mikið upp úr
myrkvunarmöguleikum því
mörgum útlendum gestum
þeirra veitist erfitt að sofna
hér á sumarnóttum ef ekki
er hægt að myrkva hótelher-
bergið. Sé ekki talin þörf á
sérstöku myrkvunartjaldi er
oft valin sú leið að fóðra
gluggatjöldin með myrkvun-
arfóðri.
Sænska arkitektalínan er létt
eins og fughnn fljúgandi.
Eldþolnu efnin eru úr polyester trevira og auðvelt að
hreinsa þau eða jafnvel þvo og þá í 30 stiga heitu vatni.
Mynsturúrvalið er mjög fjölbreytt og sama gildir um lit-
brigðin en mynstrin eru nýtískuleg og svolítið ábstrakt,
röndótt og köflótt, en síður í því sem kalla mætti „gamal-
dags” stíl. Verðflokkar eru margir. Eldþolnu Drapeluxefn-
in hafa verið á boðstólum hjáÁklæði og gluggatjöldum um
árabil og notið mikilla vinsælda. Glæsilegar byggingar
kalla á falleg gluggatjöld og hafa tjöld úr þessum efnum
verið sett upp víða og nú síðast á Pósthúsinu á Akranesi, í
Menntaskólanum og íþróttakennaraskólanum á Laugar-
vatni, hjá Skattstofunni í Reykjavík og í safnaðarheimili
Hjallakirkju, svo nokkur dæmi séu tekin.
Áklæði og gluggatjöld bjóða líka upp á létta arkitekta-
línu frá sænska fyrirtækinu Ludvig Svensson. Þessi efni
eru meira í hinum heiðbundna skandinavíska stíl. Margir
velja glug^atjöld af þessri gerð og síðan viðarrimlatjöld
með sem Áklæði og gluggatjöld sérpanta einmitt frá Dan-
mörku eftir máli. Rimlarnir eru gegnheilir - úr ólituðum
viðartegundum og vandlega lakkaðir.
ÍjLUGGATJOED
i
Skipholti 17a, Reykjavík.
Sími: 551 2323. Fax: 561 2323.