Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 8
RITSTJORNARGREIN HAGSÆLD MEÐ HANDALÖGMÁLUM „V issir þú að 7. júní er fyrsti dagur ársins sem þú ert ekki að vinna fyrir hið opinbera?“ Þannig er komist að orði í nýjum en nytsömum bæklingi sem Heim- dallur, Félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, gaf út á dögunum. Þennan dag eru 43% ársins að baki en það er hlutfall útgjalda hins opinbera og lífeyrissjóða af vergri landsframleiðslu. Gott er að fá þessa áminningu Heimdallar um svipað leyti og miklar umræður hafa átt sér stað um skýrslu Þjóðhagsstofnunar þar sem gerður er samanburður á launum og lífskjörum á Islandi. Niðurstaða þeirrar skýrslu er sú að hagsæld sé svipuð hér og í öðrum löndum en að baki liggur mun meiri vinna hérlendis. í leiðurum Frjálsrar verslunar hefur áður verið bent á að þrennt þurfi að gera til að auka hagsæld þjóðarinnar. Það þarf að eyða fjárlagahallanum, það þarf að lækka matarkosnað heimila með raunverulegu frelsi í innflutningi landbúnaðar- vara og koma þarf á veiðileyfagjaldi í sjávarútvegi. Þótt núverandi ríkisstjórn stefni að því að eyða fjárlagahallanum á kjörtímabilinu er þess vart að vænta að hægt verði að lækka skatta og opinber gjöld í bráð vegna stöðugs hallareksturs ríkissjóðs á undanförnum áratugum, halla sem ríkið hefur orðið að brúa með lánum, ekki síst erlendum. Þau lán þarf að greiða til baka. Því miður er þjóðin föst í hjólförum hárra skatta og útlit er fyrir að 7. júní verði áfram fyrsti dagur ársins sem fólk er ekki í vinnu hjá hinu opinbera. Raunar er líklegra en hitt að hann færist yfir á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, sem að vísu er frídagur, fremur en að hann færist framar í árinu, eins og til 1. júní. Fjárfestingar eru einn þáttur sem stuðlar að hag- sæld. Fjárfestingar eru fórnir Iaunþega og fyrir- tækja til skamms tíma í von um bætt kjör síðar. Arðbærar fjárfestingar stækka kökuna, landsfram- leiðsluna, en óarðbærar fjárfestingar eru eins og að henda peningunum út um gluggann. Enginn nýtur þeirra. Fleiri tugir milljarða hafa tapast í vitlausum fjárfestingum hér á landi undanfarin ár og það tap er meðal ann- ars orsök hárra vaxta hér á landi. En háir vextir draga úr hvata fyrirtækja og einstaklinga til að fjárfesta. Sömu- leiðis draga þeir úr ráðstöfunartekjum fólks og hagnaði fyrirtækja vegna eldri lána. En fólk hneigist til að taka lífs- kjör að láni á kreppuárum. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af að hagsæld á Islandi muni ekki vaxa sem skyldi á næstu árum vegna lítils skilnings stjórnvalda á að koma á veiðileyfagjaldi í sjávarútvegi. Það verður að verð- leggja fiskimiðin og láta lögmál markaðarins stjórna veiðinni og nýtingu auðlindarinnar. Auk þess er veiðileyfagjaldið réttlætismál. I íslenska hagkerfinu hefur aukin hagsæld náðst með því að moka fiskinum upp úr sjónum og ganga á fiskimiðin. Þegar draga hefur orðið úr veiðinni hef- ur hagsældin minnkað. Þess vegna hafa handalög- mál aukið hagsæld hér á landi fremur en markaðs- lögmál. Það er ótraust hagsæld eins og síðustu sex kreppuár vitna um. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 57. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — LJÓSMYNDARI: Bragi Þ. Jósefsson - ÚTGEFANDI: Tainakönnun hf. - SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Borgartún 23, 105 Reykjavík, sími 561-7575, fax 561-8646 - RITSTJÓRN: Sími 561-7575. - AUGLÝSINGAR: Sími 561-7575 - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl., 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — DREIFING í bókaverslanir og sölutuma á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími GSM 89-23334. SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.