Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 54
Við höfuðstöðvar
Securitas í Síðumúla 23.
Á stjómstöð Securitas
eru fjarvöktuð á þriðja i
þúsund heimili og fyrirtæld.
SECURITAS HEFUR SEn UPP ZUU
Með hverju ári flölgar innbrotum í reykvísk heimili. Árið
1993 voru skráð 172 innbrot en 202 í fýrra og á fyrstu mán-
uðum þessa árs var aukningin enn meiri. Fólki nægir ekki
lengur að læsa eða tvílæsa á eftir sér þegar það fer að
heiman og sú staða er komin að menn treysta sér tæpast
lengur til að fara í burtu í leyfi af ótta við innbrot. Fyrirtæk-
ið Securitas, sem starfað hefur að öryggismálum í tæpa
tvo áratugi, hefur brugðist við þessum vanda með því að
bjóða „Heimavörn Securitas”, öryggiskerfi sem tengist
stjórnstöð fyrirtækisins.
„Menn eru farnir að líta á öryggiskerfi sem hluta af al-
mennum rekstrárbúnaði heimilisins,” segir Arni Guð-
mundsson, deildarstjóri gæsludeildar Securitas, „ekki síð-
ur en frystikistu eða bílskúrshurðaopnara. Mikil aukning
hefur orðið í notkun öryggiskerfa síðastliðin ár og til
marks um þá aukningu hefur Securitas sett upp á síðustu
sex mánuðum um 200 heimavarnir.”
TÆPLEGA HÁLFUR
SÍGARETTUPAKKI Á DAG
Ætla mætti að kostnaðarsamt sé að fá slíkan viðvörunar-
búnað inn á heimilið, en svo er ekki. „Það hefur orðið bylt-
ing í sambandi við öryggiskerfi á heimilum,” segir Guð-
mundur Arason, aðstoðarframkvæmdastjóri Securitas.
„Til skamms tíma var það svo að menn þurftu að greiða
allháa upphæð fyrir tækjabúnað heimiliskerfisins og síðan
var greitt fyrir tengingu við stjórnstöð. Nú lánar hins veg-
ar Securitas mönnum öryggisbúnaðinn og setur hann upp
þeim að kostnaðarlausu. Sú eina greiðsla, sem inna þarf af
hendi, er tengigjaldið sem er andvirði tæplega hálfs sígar-
ettupakka á dag. Búnaðurinn er tengdur við stjórnstöðina
og sendir frá sér boð um bruna eða innbrot. „Heimavörn
Securitas” er því ekki dýrari en svo að flest heimili ættu að
hafa bolmagn til þess að veita sér þessa vörn gegn óboðn-
um gestum.”
„Að sjálfsögðu er það óheillavænleg þróun að þurfa orð-
ið að hafa áhyggjur af því hvort gleymst hafi að læsa eða
ekki þegar farið er að heiman í lengri eða skemmri tíma
en því miður virðist það vera hinn kaldi raunveruleiki,”
segir Árni. „Hitt er þó öllu verra að ekki virðist einu sinni
vera nóg að læsa því stormjárn og læsingar eru spennt
upp í innbrotum og óprúttnir aðilar láta greipar sópa og
valda oft á tíðum verulegum spjöllum á innanstokksmun-
54