Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 58
Vatnsklæðning hentar jatnt á ein-
býlishús sem sumarbústaði.
Hús klætt með Stoneflex plötum sem standast íslenska veðráttu, sam-
kvæmt niðurstöðum rannsókna RB.
ið erum með allar
gerðir utanhúss-
klæðninga," seg-
ir Þórður Þórðarson
þegar við biðjum hann að
segja okkur frá því hvað
sé efst á baugi á þessu
sviði hjá Húsasmiðjunni.
„Við seljum stálklæðn-
ingar frá Vírneti og
Garðastáli og enskar Stoneflex steinplötur, auk þess sem
við erum með Formica plötur og auðvitað hefðbundna
vatnsklæðningu, timburklæðningu sem tekin er jafnt á
íbúðarhús sem sumarbústaði."
Stoneflex utanhússklæðningin hefur rutt sér mjög til
rúms hér. Hún er notuð á bæði einbýlishús og stofnanir.
Hún hefur líka víða verið notuð á gömul hús með skelja-
sands- eða steinmulningsáferð sem þurft hefur að klæða
hvort heldur alveg eða að hluta til því með Stoneflex
klæðningunni helst í raun upprunalegt útlit hússins að
mestu.
STENST VEL ÍSLENSKA VEÐRÁTTU
HÚSASMIÐJAN
Stoneflex, timbur, þlast
og stál í Húsasmiðjunni
það á við. Plöturnar eru til í þremur
mismunandi þykktum. Sallinn, sem
er úr náttúrulegum steinefnum, er
lagður á polyesterbindiefni og hefur
staðist vel íslenska veðráttu en Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðarins
hefur m.a. gert prófanir á þessu
klæðningarefni. Þá má geta þess að
plöturnar eru viðurkenndar af Bruna-
málastofnun Islands. Breski fram-
leiðandinn hefur staðfest að hann veiti
tíu ára ábyrgð á framleiðslunni hvað
varðar sprungumyndanir eða að
steinar hrynji óeðlilega af yfirborðinu,
miðað við eðlilega notkun. Uppsetn-
ing Stoneflex plantnanna
er sögð einföld. Á hverri
plötu er dagsetning sem
tryggir að viðskiptavin-
urinn er með samstæðar
plötur og því lítil hætta á
litur þeirra sé ekki sam-
stæður. Einnig eru plöt-
urnar merktar þannig að
vSjá má hvað á að snúa upp
og hvað niður en það er einnig gert til þess að liturinn og
áferðin séu sem samræmdust á stórum fleti.
Formica compact laminate plötur eru notaðar sem utan-
hússklæðning. Þær fást í ýmsum litum og eru afar sléttar.
Plöturnar eru bæði veður- og rakaþolnar og viðhaldsfríar
auk þess sem auðvelt er að setja þær upp. Formica plöt-
urnar eru notaðar á heila veggi en einnig sem svalaklæðn-
ing eða á handrið og til skrauts þar sem það þykir henta.
Formica hefur hlotið viðurkenningu Brunamálastofnunar
til notkunar á allt að fjögurra hæða hús og auk þess hafa
plöturnar staðist vel frostþíðuprófanir hjá Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins.
Stoneflex plötumar eru framleiddar í Bretlandi en eftir
bandarísku patenti. Plötumar eru framleiddar í stærðinni
3 m x 280 sm. Litbrigði eru tíu talsins og grófleiki muln-
ingsins er þrenns konar. Að sögn Þórðar er hvíti liturinn
vinsælastur, en fallegt getur verið að nota aðra liti til
dæmis sem eins konar skraut á fleti eða útskot þar sem
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: ÝMSIR
VATNSKLÆÐNINGIN VINSÆL
Vatnsklæðning hefur lengi verið vinsæl en mest er hún
notuð á sumarbústaði. Þessa klæðningu má nota hvort
heldur er standandi eða liggjandi eftir því hvaða svip fólk
vill hafa á byggingunni. Þórður sagði okkur að eftir að
Skíðaskálinn í Hveradölum var endurbyggður hefði bjálka-
58