Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 69
Á heimili Siggu Beinteins -
lagningamanns líka.
söngkonu og reyndar dúk-
Hún valdi að mynstra saman tvo liti.
ikil þróun hefur átt sér
stað frá upphafi í fram-
leiðslu línóleumgólf-
dúka. Aðferðimar eru ef til vill
nokkurn veginn þær sömu og
þær vom fyrir áratugum, þótt
með nýjum og bættum tækjum
sé, en litir, útlit og mynstur-
möguleikar eru nú óþrjótandi.
Þetta hefur haft það í för með
sér að línóleumdúkamir verða nú æ oftar fyrir valinu
erþegar fólk leitar að gólfefni - ekki síst það fólk sem er á
höttunum eftir einhverju náttúrulegu og náttúruvænu.
Magnús Kjaran flytur inn línóleumdúk frá Forbo í Hol-
landi og einnig dúk frá Bretlandi. Eftirspurn eftir þessum
dúk hefur farið stöðugt vaxandi undanfarin ár. Marmol-
eum er umhverfisvænt og endingargott gólfefni, sem auð-
velt er að þrífa, en það voru einmitt þrifin sem drógu úr
vinsældum línóleums fyrir áratugum. Þá var borið vaxbón
á dúkinn til þess að fá hann til að glansa og þótti mörgum
erfitt að halda honum fallegum. Nú kemur dúkurinn hins
vegar með sérstakri bónhúð beint frá framleiðandanum og
síðan er rétt að nota einungis á hann mild hreinsiefni og
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON
sérstakt bón sem er auðvelt í
notkun og sest ekki í dúkinn
eins og gamla vaxbónið gerði.
NÁTTÚRULEGT EFNI
Náttúrulegir eiginleikar
dúksins byggjast á því að hann
er framleiddur úr hörfræohu,
trjásagi, korksagi og trjákvoðu,
fínmöluðum kalksteini, litarefn-
um, sem eru óskaðleg umhverfinu, og loks júta sem styrk-
ir bakhlið eða botn dúksins. Framleiðendumir eru hreykn-
ir af því að ekkert þessara efna verður til með því að
gengið sé á auðlindir náttúmnnar. Og kostimir við dúkinn,
sem meðal annars má rekja til efnanna, sem í hann fara,
eru þeir að hann er hlýr að ganga á, einangrar vel, er
mjúkur og því góður fyrir fætuma, deyfir hljóð og er
heldur ekki sleipur. Þetta gerir dúkinn m.a. hentugan á
gólf í leikfimihúsum og þar sem sjúkraþjálfun fer fram. En
hann hentar einnig vel á heimili og opinberar byggingar
eða stofnanir. Óhætt er að leggja línóleum þar sem hiti er í
gólfum en hann er síður talinn heppilegur á baðherbergis-
gólf þar sem vatnsaustur getur orðið mikill.
KJARAN
Línóleumdúka má leggja á
listrænan hátt
69