Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 29
MINNA FVLGIÓLAFS HJÁ ÓÁKVEÐNUM? Ekki er marktækur munur á afstöðu manna eftir aldri. Þó virðast ungir kjósendur óráðnastir. Um fjórðungur sjálfstæðismanna er enn óviss eða gaf ekki upp afstöðu. Konur hafa einnig mun síður tekið afstöðu en karlar. í báðum þessum hópum mælist fylgi Ólafs Ragnars minna en hjá heildinni. Þetta gæti gefið vísbendingu um að keppinautar Ólafs muni sækja meira fylgi í raðir óákveðinna og að fylgi hans eigi eftir að dala þegar þeir hafa gert upp hug sinn. og að fylgi hans eigi eftir að dala þegar þeir hafa gert upp hug sinn. En hvaða möguleikar eru fyrir hina frambjóðenduma að vinna stuðnings- menn af Ólafi Ragnari. Erfitt er að meta hversu fast fylgi hvers fram- bjóðanda er. En til að geta spáð í hvert straumar gætu legið spurði Fijáls verslun um næstbesta kostinn. Eðli málsins samkvæmt fær Ólafur Ragnar minna sem næstbesti kostur en hinir því margir hafa áður nefnt hann í efsta sæti. Þær Guðrún Agn- arsdóttir og Guðrún Pétursdóttir eru greinilega nefndar mun oftar en Pétur sem annar kostur. Ætli hinir frambjóðendurnir að vinna Ólaf þurfa þeir að taka af honum fylgi. Líklegast er að hann tapi því yfir til Guðrúnar Agnarsdóttur - en einn af hverjum þremur stuðningsmönnum Ólafs nefndu hana sem næstbesta kost. Fjórðungur stuðningsmanna hans nefndu Guðrúnu Pétursdóttur sem næstbesta kost. Aðeins einn af hverjum sex stuðningsmönnum Ólafs (16%) sögðu að Pétur væri næstbesti kostur. PÉTUR OG GUÐRÚN P. SÆKJA í SAMA HÓP Þegar horft er á stuðningsmenn Péturs og Guðrúnar Pétursdóttur leikur enginn vafi á að þau sækja að hluta í sama hóp. Á bilinu 40 til 45% stuðningsmanna beggja nefna hitt sem næstbesta kost. Hins vegar nefna um 30% stuðningsmanna Guð- rúnar Pétursdóttur Guðrúnu Agnars- dóttur sem næstbesta kost en 14% Ólaf Ragnar. Bæði njóta hins vegar minni hylli stuðningsmanna Péturs. Út frá næstbesta kosti var reiknað út hvaða áhrif það hefði ef eitthvert þeirraþriggja; Péturs, GuðrúnarPét- ursdóttur og Guðrúnar Agnarsdótt- ur, drægi framboð sitt til baka. Niður- staðan var sú að fylgi Ólafs ykist örlít- ið og yrði í kringum 50% en næsti frambjóðandi fengi hins vegar á bilinu 27 til 30%, - mismunandi eftir því hver ætti í hlut. Af þessu má ráða að leið hinna frambjóðendanna til að vinna Ólaf Ragnar er ekki að einhver þeirra dragi sig í hlé. Máfið er einfalt. Til að vinna kosningamar verða þeir ein- faldlega að vinna fylgi af Ólafi. ÚTREIKNINGARNIR ALDREI ANNAÐ EN VANGAVELTUR Þar sem Pétur Hafstein og Guðrún Pétursdóttir sækja fylgi að hluta í sama hóp reiknaði Frjáls verslun til gamans út hvaða áhrif það hefði ef Guðrún Pétursdóttir drægi sig til baka og á sama tíma ynni Pétur jafn- framt alla þá stuðningsmenn Ólafs sem nefna hann sem næstbesta kost. Niðurstaðan er sú Ólafur fengi 44% fylgi en Pétur 38%. Þetta sýnir best hvað staða Ólafs er sterk. Frjáls verslun sneri dæminu einnig við og reiknaði út hvaða áhrif það hefði ef Pétur drægi sig í hlé og Guð- rún ynni sömuleiðis þá kjósendur Ól- afs á sitt band sem nefna hana sem næstbesta kost. Niðurstaðan er sú að Ólafur fengi 41% fylgi á móti 40% fylgi Guðrúnar Pétursdóttur. Loks var reiknað hvaða áhrif það hefði ef allir kjósendur Ólafs sem nefna Guðrúnu Agnarsdóttur í annað sæti flykktust yfir á hana. Niður- staðan er sú hún fengi þá 29% fylgi en Ólafur 32%. Það virðist því fjarlægt að Ólafur tapi nema margt gerist í senn. Það skal áréttað að útreikningar af þessu tagi eru aldrei annað en vangaveltur. Þeir sýna þó hvað mikið þarf til þess að Ólafur tapi fyrsta sætinu. HVAÐA K0STUR ERSÍSTUR? Fijáls verslun spurði einnig hvaða kostur kjósendum þætti sístur af þeim fimm sem í boði væra. Það kem- ur e.t.v. á óvart að álíka margir höfðu skoðanir á því og hvem þeir vildu sem forseta. Um 32% töldu Ástþór Magn- ússon lakasta kostinn, 18% Ólaf Ragnar, 9% nefndu Pétur en aðeins 3-4% konurnar tvær. Það er mjög tengt stjómmálaskoð- unum hvem menn telja lakastan kost. í hópi sjálfstæðismanna töldu flestir Ólaf Ragnar sístan kost, eða 34%, en 30% nefndu Ástþór. Hjá krötum og framsóknarmönnum voru um 15% óánægðust með Ólaf, en heldur færri nefndu Pétur í þessum flokkum. ÓÁNÆGJUFYLGI? Niðurstaðan virðist vera sú að mjög stór hluti þeirra sem ekki styðja Ólaf Ragnar og Ástþór eru mjög á móti framboði þeirra. LAKASTI KOSTUR Kjósa sem forseta óákv./neita Ástþór G. Agn. G. Pét. Ól. Ragn. Pétur Ástþór 26 - 8 0 33 33 Guðrún Agnarsd. 7 49 - 11 20 13 Guðrún Pétursd. 15 36 3 - 41 5 Ólaf Ragnar 28 42 5 7 - 18 Pétur 7 30 4 1 58 - Ólafur Ragnar á se'r marga harða andstæðinga. Um 58% þeirra sem segjast ætla að kjósa Pétur telja ÓlafRagnar lakasta kostinn af frambjóðendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.