Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 25
ERLENT EFNI nita Roddick opnaði fyrstu Body Shop verslunina 1976 í Brighton á Englandi og eru verslanirnar nú orðnar 1.366 talsins í 46 löndum. Body Shop fyrirtækið framleiðir húð- og hársnyrtivörur og er framleiðslan seld til þeirra verslana er bera nafnið The Body Shop. Hagn- aður hefur að mestu komið af heild- sölu framleiðsluvara til verslananna en látlausar umbúðir og einfaldleiki hefur verið einkenni varanna. Lengi vel hefur Body Shop Intema- tional átt mestri velgengni að fagna meðal breskra smásölufyrirtækja á al- þjóðamarkaði. Bandaríski markaðurinn hefur þó reynst fyrirtækinu erfiður og skilað tapi en samkeppnin þar hefur aukist frá fyrirtækjum eins og Bath & Body Works. Hagnaður fyrir íjárhags- árið, sem lauk í febrúar 1995, jókst um 13 % milli ára hjá Body Shop, eða í 53 milljónir dollara eftir 349 milljóna doll- ara sölu, en það þykir í minna lagi miðað við meðaltal fyrri ára. Mótstreymi seinni ára hefur tekið mesta ljómann af ímynd fyrirtækisins, a.m.k um stundarsakir, og hugsanlega hefur þetta haft áhrif á gengi hlutabréfa en það hefur lækkað um 65% frá ’92, eða úr 6,55 dollurum á hlut í 2,29 doll- ara. Um tíma var leitað leiða til að gera fyrirtækið að hlutafélagi, sem ekki væri rekið í hagnaðarskyni, en sú leit var lögð á hilluna þegar ljóst varð að flár- mögnun á endurkaupum hlutabréfa myndi veikja útþensluáætlanir fyrir- tækisins á alþjóðamarkaði. í öllu mótstreyminu og gagnrýninni á rekstur fyrirtækisins bætti ekki úr skák að Robert Gluckman, sem er sér- fræðingur í smásölu og ráðinn hafði verið framkvæmdastjóri alþjóðarekst- urs, hætti eftir snarpar deilur ’92 en hann hafði kvartað undan losaralegu rekstrarumhverfi og skort á áætlun um meginstefnu í fyrirtækinu. í Bandaríkj- TEKST AÐ KOMA LAGIÁ BODY SHOP? Anita Roddick, eigandi Body Shop, hefur í mörg horn að líta í rekstrinum þessa dagana. unum höfðu framkvæmdastjórar komið og farið og Janet Swaysland, fyrrum aðstoðarforstjóri samskiptamála hjá Body Shop, sagði að stjómendur fyrir- tækisins vissu tæpast hvað þeir vildu. Fyrir um tveimur árum komust Roddick hjónin að þeirri niðurstöðu að óumflýjanlegt væri að hrinda í fram- kvæmd meiriháttar breytingum á rekstri. Mesta breytingin varð sú að Roddick hjónin létu af daglegri stjómun fyrirtækisins og settu Stuart Rose, einn stjómarmanna fyrirtækisins, í em- bætti framkvæmdastjóra. Hann hóf þegar endurskipulagningu á fyrirtæk- inu með breytingum í liði æðstu fram- kvæmdastjómar þess. Réð hann til sín fagfólk á þessu sviði og tók til við að endurskipuleggja framleiðsluferli og bæta birgða- og eftirlitskerfi. Það telst Anitu Roddick til málsbóta, að hún hefur sýnt vilja til að læra af mistökum sínum og í framhaldi af því er ætlunin að fýrirtækið haldi sig við að gefa út sérleyfi til reksturs Body Shop verslana sem gaf meira af sér og mddi braut velgengninnar í byrjun. Verslanir utan Bretlands og Bandaríkjanna era 841 og þar af era aðeins 12 án sérleyfis- ins. Helsti vöxturinn hefur verið í Asíu og hefur hann aukist um 39% á fyrri helmingi fjárhagsársins, sem lauk í febrúar á þessu ári, en salan komst í 18,2 milljónir dollara. Stærsti markaðurinn er þó á heima- slóðum í Bretlandi en þaðan koma 44% tekna. Markaðsátak hefur verið gert þar til að auka sölu en þar sem fjöldi verslana er í hámarki var áhersla lögð á póstauglýsingar og sölu í heimahúsum. í Bandaríkjunum auglýsir fýrirtækið í fyrsta sinn í gegnum prent- og útvar- psauglýsingar og tií að mæta sam- keppninni fylgja gjafir kaupum, auk þess sem hægt er að kaupa tvö stykki af vöra á verði einnar. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort ný markaðs- og sölustefna muni snúa rekstrarþróun fyrirtækisins við til hins betra en aðeins tíminn mun leiða það í ljós. TEXTI: STEFÁN FRIÐGEIRSSON 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.