Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 32
„Viðskiptafræðingar, sem hafa lokið námi, eiga mun
meiri möguleika nú en fyrir nokkrum árum þegar fyrirtæki
fækkuðu starfsfólki og drógu úr umsvifum sínum vegna
efnahagslægðar. Nú er komið á jafnvægi í efnahagslífinu
og fyrirtæki eru óðum að fylla upp í þær stöður sem
losnuðu fyrir nokkrum árum. Hvað hagfræðinga varðar
held ég að þeir eigi líka prýðilega möguleika að námi loknu.
Stjómendur fyrirtækja hafa oft jafnan áhuga á hagfræðing-
um sem og viðskiptafræðingum. Það er því ljóst að at-
vinnuhorfur þeirra hafa batnað á sama tíma og atvinnuleysi
í þjóðfélaginu er almennt svipað og það var fyrir nokknim
árum.“
En hvað með viðskipta- og hagfræðinga sem hafa starf-
að á vinnumarkaðnum í nokkra áratugi og eru á miðjum
aldri?
„Ég hef lítið orðið var við að slíkt fólk sé að leita sér að
vinnu en annars eru þeirra horfur góðar,“ segir Þórir.
Ásbjörn Gíslason:
GEKK VEL í MÍNU TILVIKI
Ásbjörn Gíslason útskrifaðist síðastliðið vor úr viðskipta-
fræðideild Háskóla íslands og hóf strax störf hjá smáu
fiskútflutningsfyrirtæki. „Ég var á framleiðslusviði í við-
skiptadeildinni en lokaritgerðin mín var um veiðar, vinnslu
og markaðssetningu á flatfisktegundum og fékk ég því
strax starf á mínu áhugasviði. Ég hafði engu að síður hug á
að komast að hjá stærra fyrirtæki og í vetur lagði ég inn
umsókn hjá ráðningarskrifstofu um starf. Biðtíminn eftir
nýju starfi var ekki langur því sama dag var mér boðið starf
hjá útflutningsdeild Samskipa.
Ég veit ekki hvort mín saga sé lýsandi fyrir alla þá
viðskiptafræðinga sem hafa nýlokið námi en þykist vita að
félagar mínir í námi hafi ekki átt í erfiðleikum með að
komast í vinnu. Flestir þurftu að bíða í nokkrar vikur ef
þeir voru ekki komnir með vilyrði fyrir starfi áður en námi
lauk.
Annars huga margir viðskiptafræðinemar ekki mikið að
því hvað taki við að loknu námi - láta það hreinlega ráðast
hvar þeir lenda. Sumir eru þó séðir og skrifa lokaritgerðir
sínar fyrir fyrirtæki sem veita þeim að því loknu vinnu.“
Nú hefur Alþjóðafélag viðskiptafræðinema, AIESEC, í
tengslum við nokkur nemendafélög, reynt að efla tengsl
Háskólans og atvinnulífsins. Meðal annars hefur verið
staðið fyrir svokölluðum Framadögum í Háskólanum þar
sem fulltrúar fyrirtækja og stofnana kynna starfsemi sína.
Nemendur geta þar rætt augliti til auglitis við fulltrúana um
möguleika á starfi eða hvort fyrirtækið eða stofnunin séu
tilbúin til að láta vinna fyrir sig lokaverkefni."
Ásbjörn segist ekki vera farin að huga að framhalds-
námi, enda vOji hann öðlast meiri reynslu í starfi áður en
hann fari að velta slíku fyrir sér. „Það kann þó svo að fara
að ég leggi land undir fót og fari í framhaldsnám,“ segir
Ásbjörn.
Ingjaldur Hannibalsson:
BffiTT GÆÐI NflMSINS
ÞRÁn FYRIR NIÐURSKURÐ
„Fyrir fjórum til fimm árum varð ég þess áskynja að
viðskiptafræðingar ættu í nokkrum erfiðleOcum með að fá
vinnu. Fólk var allt að því hálft ár að finna sér starf sem
hæfði menntun þess. Síðan hefur ástandið á vinnumark-
aðnum lagast og nú þykist ég vita að fólki vegni vel eftir að
námi lýkur. Við horfum fram á hægan hagvöxt á næstu
misserum og það hefur aukið bjartsýni stjómenda fyrir-
tækja. Atvinnuhorfur em samt sem áður ekki nándar
nærri eins góðar og þær voru hér fyrir tíu til tuttugu árum.
Þá fóru menn oft beint úr skóla í toppstjómunarstöður,“
segir Ingjaldur Hannibalsson, deildarformaður í viðskipta-
deild Háskóla íslands.
Nú hefur niðurskurður fjárframlaga til Háskólans verið
mikiU síðustu ár. Kann það að hafa á einhvem hátt rýrt
gæði námsins og rýrt tOtrú stjómenda fyrirtækja á þeim
námsmönnum er ljúka námi við Háskólann?
„Nei, ég þori að fuUyrða að svo sé ekki. Það fólk, sem
hefur verið að hefja störf á síðustu ámm, er ekki síðri
viðskiptafræðingar en þeir sem eldri era. Við höfum reynt
að bæta gæði námsins með ýmsum hætti. Til dæmis
höfum við boðið nemendum upp á fjölbreytt námskeið í
viðskiptafrönsku, -ítölsku, -ensku og -þýsku. Þá hafa at-
vinnurekendur bent okkur á ýmislegt, sem mætti betur
fara í náminu, og höfum við m.a. boðið upp á námskeið í
tjáningu og samskiptum, svo dæmi séu tekin.“
Guðmundur Magnússon:
GENGUR MISJAFNLEGA
AÐ FÁ STARF VIÐ HÆFI
„Því er ekki að neita að hagfræðingar, sem hafa lokið BS
prófi frá Háskólanum, eiga sumir í erfiðleikum með að fá
starf við hæfi. Þegar þeir fá starf að lokum er það yfirleitt
hjá ríkisstofnunum. Þrátt fyrir að nú sé bjartara yfir at-
vinnulífinu en oft áður halda fyrirtæki enn að sér höndum
og hafa ekki aukið fjölda starfsmanna. Það virðist jafnvel
tilhneiging meðal fyrirtækja að leysa ýmiss konar verkefni
með verktakastarfsemi. Hagfræðingar, sem hafa hins
vegar lokið framhaldsnámi, eru eftirsóttir af einkafyrir-
tækjum og ég leyfi mér jafnvel að fuUyrða að eftirspurn sé
mikil eftir slíku fólki,“ segir Guðmundur Magnússon, for-
maður hagfræðideildar Háskóla íslands.
32