Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 60
VI
Formica plötumar em sérlega sléttar og notaðar á heil
hús og húshluta og einnig til skreytingar.
klæðning orðið hér mjög vinsæl en þannig er skálinn
klæddur. Kúpt klæðning þykir mörgum einnig skemmti-
leg. Annars er hægt að fá mjög margvíslegt útlit á klæðn-
ingu vegna breytileika fúganna. Til eru V-fúgur, J-fúgur,
ská-fúgur auk þess sem breyta má útlitinu eftir því hvernig
klæðningin er sett á hveiju sinni.
Timbur þarf að sjálfsögðu reglubundið viðhald. Klæðn-
ingin er öll með B-gagnvöm sem hentar vel þar sem
viðurinn er ekki stöðugt í sambandi við jarðveg eða vatn en
þó miklar rakasveiflur. B-vöm ver gegn fúa, trjámyglu- og
blásveppum sem lita út frá sér. Viðurinn er meðhöndlaður
við undirþrýsting með litlausum, olíuleysanlegum efnum
sem fara minnst 5 mm þvert á viðaræðar og 50 mm í
endatré. Allt timbur, hvort sem það er fúavarið eða ekki
verður að verja gegn vatni og sólarljósi og þess vegna er
best að bera litaða viðarvörn sem fyrst á timbrið. Að sögn
Þórðar er allt gluggaefni og öll vatnsklæðning, sem seld er
hjá Húsasmiðjunni, B-gagnfúavarin og eykur það endingu
viðarins margfalt. Sömuleiðis er þetta góður grunnur und-
ir yfirborðsefni, timbrið geymist betur, klofnar minna og
bognar eða snýst síður.
□ ak- og veggklæðning-
ar frá Garðastáli hafa
verið hér á markaði
allt frá árinu 1977. Fjölbreytni
í framleiðslunni hefur þróast í
það að nú eru framleiddar
þrjár tegundir klæðningarefn-
isins, garðastálið, bárustál og
nú síðast garðapanill, sem er
„glæsileg utan- og innanhúss-
klæðning á góðu verði,“ að
sögn Magnúsar Ríkharðsson-
ar hjá Garðastáli.
Garðastál, sem áður hét
Héðinn, flytur inn heitsink-
húðað og plasthúðað stál sem
úr er unnið garða- og bárustál
og garðapanill. Það eina, sem
takmarkar lengd platnanna,
er flutningsmöguleikar en
einnig má nefna að hafa verð-
ur í huga að efnið þenst í hita
og er því óráðlegt að hafa
plötur lengri en framleiðend-
Myndlista- og handíðaskólinn í Laugamesi er klædd-
ur með lituðu, liggjandi bámstáli.
GARÐASTAL
Garðaþanill og aluzinkhúðað stál.
Aukin fjölbreytni hjá Garðastáli
ur mæla með hverju sinni.
Garða- og bárustálið er 0,6
mm þykkt og til í átta litum en
að sögn Magnúsar eru hvítt
og ljósgrátt langvinsælustu
litirnir og sala þeirra um 80%
af heildarsölunni. Þetta efni
hentar jafn vel á þök og veggi
og á hvers konar byggingar,
íbúðarhús sem iðnaðarhús-
næði eða stofnanir. Þegar
efnið hefur verið notað til
klæðningar eldri húsa, til
dæmis í tengslum við steypu-
skemmdir, hafa menn alla-
jafna notað tækifærið og ein-
angrað húsin utan sem hefur
orðið til þess að lækka upphit-
unarkostnað. „Gamla „báran“
er mjög vinsæl um þessar
mundir bæði á þök og veggi
og láta margir sér nægja að
hafa hana ómálaða,“ segir
Magnús.
IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR
ÞAK- OG VEGGSTÁL
HÖFÐABAKKA 9 -112 REYKJAVlK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751
NÝJUNGAR Á MARKAÐI
Nýjung hjá Garðastáli er ólitað al-
uzinkhúðað stál sem er húðað á annan
hátt en fyrrnefndu tegundirnar. Not-
að er nýtt efni, ALC, sem hefur í för
með sér að auðveldara er að beygja
og forma stálið. Engin fmgraför eða
blettir sjást heldur á stálinu þótt unnið
hafi verið með það og er því hægt að
nota það í annars konar smíði og ekki
einungis til klæðningar. Þetta aluzink
með ALC húðinni má mála strax eftir
60