Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 44
SIÐFERÐI leiðtogar ýmissa samtaka hafa geyst fram á ritvöllinn og skrifað greinar um nauðsyn þess að menn stundi ásættanlegri við- skiptahætti. Það er staðreynd að tíðni gjaldþrota hefur aldrei verið meiri en undanfarin ár og alltaf sitja einhverjir uppi með tapið. Oft er það almenningur en jafn- framt eru það fyrirtækin sem hafa verið í viðskiptum við þau fyrirtæki sem verða gjaldþrota. Þess vegna kann það að koma á óvart að stjómendur stærstu fyrirtækjanna virðast hins vegar sáttir. Hversu mikilvægt telur þú það vera að stjórnandi sé góð fyrir- mynd í starfi/utan starfs síns í siðferðislegum efnum? Allir svarendur spurningarinn- ar telja það vera mikilvægt eða mjög mikilvægt að stjómandi sé góð fyrirmynd, bæði í starfi og leik. Það, sem er þó athyglisvert við svörin, er að það verður nán- ast speglun á súlunum eftir því hvort svarað er til um starf eða leik. Stjórnendur virðast ekki telja það jafn mikilvægt að sýna gott fordæmi utan starfs eins og í starfi. Mikil aukning hefur orðið er- lendis á innleiðingu siðareglna í viðskiptum. Fjölmörg fyrirtæki hafa tekið upp siðareglur sem gegna því hlutverki að skýra við- horf fyrirtækjanna til umhverfis síns, eiga að vera leiðarljós fyrir starfsmenn og láta sterk sið- ferðisleg gildi lýsa upp starfsem- ina. Þegar það tekst að flétta þessa þætti saman, að gera þá að hluta af fyrirtækjabragnum og ákvörðunum og skipulagningu fyrirtækis, munu starfsmenn skynja það þannig að tilgangurinn með rekstrinum sé ekki aðeins að hámarka hagnað heldur hafi fyrirtækið háleitt markmið sem miðar að því að láta gott af sér leiða á öllum sviðum. Með þetta í huga var spurt: Hefur fyrirtæki þitt tekið upp siðareglur? Það verður að segjast að það kemur mjög á óvart hve hátt hlutfall svarenda segist hafa tek- Ávinningur af heiöarleika? Yerður þú var \ ið ávinning af því að stunda heiðarleg og traust \ ið- skipti? Hversu gott siðferði? 43% 43% Mjög gott Gott Hvorki gott Slæmt Mjög slæmt síöferði siðferði né slæmt siðferðí siðferði Hversu gott siðferði telur þú vera í íslensku viðskiptalífi? Stjórnandi góð fyrirmynd Mjög mikilvægt Mikilvægt Miðlungs Lítiö mikilvægt Ekki mikilvægt Hversu mikilvægt telur þú það \er;i að stjórnandi sé góð fyrir- mynd í starfi og utan starfs í sið- ferðislegum efnum? ið upp siðareglur vegna þess að ekki hefur mikið farið fyrir um- ræðu á íslandi um siðareglur fyrirtækja. Þær siðareglur, sem virðast vera til samkvæmt þess- um niðurstöðum, virðast heldur ekki hafa legið á lausu. Þær hafa að minnsta kosti ekki náð athygli almennings. Hins vegar er skil- greiningin á siðareglum, sem notuð var í spumingunni, nokkuð víð, þannig að svarendur geta hafa túlkað hugtakið siðareglur á nokkra vegu. Eftirfarandi skil- greining var notuð: Viðskiptasiðareglur lýsa af- stöðu fyrirtækis til þess hvemig það vill haga viðskiptum sínum. Þær eru lýsing á þeim starfs- og viðskiptaháttum sem fyrirtækið vill stunda og þær tiltaka þau grundvallarsjónarmið sem eiga að móta starfsemi þess. Þeir stjómendur sem sögðust hafa innleitt siðareglur voru spurðir að því hvort tekist hefði að gera reglumar að hluta af fyrirtækjabrag fyrirtækisins. Niðurstöðumar voru hreint ótrúlegar. Hver einn og einasti sagði að það hefði tekist. Þetta kemur mjög á óvart vegna þess að fjöldinn allur af erlendum fyrirtækjum hefur innleitt siða- reglur í einhverri mynd en hefur jafnframt orðið fyrir sárum von- brigðum með árangurinn því sið- areglurnar hafa ekki náð því að verða hluti af fyrirtækjabragn- um. Sumar kannanir hafa jafnvel sýnt að það er ekki nema tíunda hverju fyrirtæki sem tekst að gera siðareglur sínar að hluta af fyrirtækjabragnum. Hér á landi virðist það hins vegar hafa tekist í öllum tilvikum og er það gott mál. Þegar á heildina er litið eru niðurstöður könnunarinnar mjög jákvæðar. Afstaða stjómenda til siðferðilegrar ábyrgðar er yfir- leitt mjög jákvæð. Þeir telja ástand siðferðis í íslensku við- skiptalífi vera ásættanlegt og að það borgi sig að stunda heiðarleg og traust viðskipti. Þeir telja mjög mikilvægt að þeir komi fram sem góðar fyrirmyndir í 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.