Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 77
OFNASMIÐJAN
Pergoþarket fyrirþá sem vilja lifa
lífinu lifandi
□ að er ekki lítil viðurkenning að fá að nota „græna
svaninn“, norræna umhverfismerkið sem Nor-
ræna ráðherranefndin ákvað árið 1989 að heimila
fyrirtækjum að nota í markaðssetningu fyrir vörur sem
stæðust ákveðnar kröfur, settar þar að lútandi. Sænska
fyrirtækið Perstorp Flooring er einmitt eitt þeirra fyrir-
tækja sem heimild hefur til að merkja vörur sínar „græna
svaninum“ en Ofnasmiðjan við Háteigsveg flytur inn perg-
oparket frá sænska framleiðandanum.
„Pergoparket er athyglisverð hönnun á parketi sem er
ólíkt öllu öðru parketi. Það er lagskipt parket, unnið úr
afgangsviði. Þetta er parket fyrir þá sem ekki vilja fella
fallegu, grænu skógana," segir Margrét Ericsdóttir, að-
stoðarframkvæmdastjóri Ofnasmiðjunnar. Og hún bætir
við að það henti einnig þeim sem vilja lifa lffinu lifandi og
ekki eyða öllum stundum í að hugsa um að ganga varlega á
gólfinu heima hjá sér eða banna bömunum alla skapaða
hluti. Parketið þolir nefnilega flest sem fram fer á venju-
legu heimili og vel það. Perstorp hefur frá upphafi haft
umhverfissjónarmið í hávegum og notar því í parketfram-
leiðsluna tré og pappír, bundið er saman með trjákvoðu.
Efsta lag gólfefnisins er hið svokallaða Perstorp gólflam-
inat úr pappír sem er gegnvættur í trjákvoðu og síðan
„bakaður" þar til hann hefur breyst í það sem framleiðend-
urnir kalla háþrýstilaminat. Mynstrið á pappírnum, eða
lamineringunni, er gert með vatnsuppleysanlegum, k'f-
.1 Jtr- , gr n fl 1 r _ J í|J II c \
11 ik
1 ^ 1 - í
Pergoparket á stofugólfinu.
77