Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 101
#
tl
Borg sá um snu'ði glugga og hurða í Bessastaðastofu og Norðurhús á Bessastöðum.
GLUGGUM OG HURBUM
Finnur segir að á síðasta ári hafi fimm nýir aðilar geng-
ið inn í fýrirtækið til þess að tryggja framtíðarrekstur
þess. Sjálfur hóf hann störf hjá Borg á síðasta ári eftir að
hafa starfað sem tæknifræðingur í Danmörku um 18 ára
skeið. Hann segir að umsvifin í þjóðfélaginu hafi aukist á
undanförnum mánuðum og gæti þess einnig í starfsemi
Borgar. Þar starfa 18 menn en nauðsynlegt verður nú að
bæta við fleirum vegna nýrra verkefna.
1 nágrenni Borgarness er, eins og kunnugt er, mikið af
sumarhúsum, bæði í einka- og félagseign, og tekur Borg
að sér alls konar lagfæringar og viðhald á þessum bústöð-
um samfara byggingu nýrra. Ennfremur segir Finnur að
sveitarfélög hafi að undanförnu verið að bjóða út ýmsar
skólabyggingar og fyrirtækið verið með í tilboðsgerð á
hurða- og gluggasviðinu. Ekki borgi sig hins vegar fyrir
menn að taka að sér verk þar sem þörf sé á að senda
vinnuflokka til langrar dvalar ijarri heimbyggð - þar sé
Borg ekki samkeppnisfær.
Nú er unnið að stefnumótun framtíð-
armarkmiða í rekstri Borgar og allir
möguleikar á að fyrirtækið geti haldið
áfram á þeirri braut sem það er á auk
þess sem það muni fara út í aðrar grein-
ar byggingariðnaðarins en glugga- og
hurðasmíði, sem áfram yrðu þó megin-
verkefnin samfara almennri þjónustu við
nærsveitirnar og sumarhúsabyggðina í
nágrenni Borgarness.
Byggingafélagið Borg er aðili að IGH
- íslenska glugga- og hurðaeftirlitinu -
sem hefur eftirlit með því að framleiðsl-
an standist kröfur sem byggjast á byggingarreglugerðum
og stöðlum. Þá hefur NTR, Norræna timburverndarráðið,
sem Gagnvarnarráð á aðild að, veitt fyrirtækinu viður-
kenningu fýrir að taka þátt í gæðaeftirlitinu NTR og stand-
ast kröfur þess. Borg notar ennfremur gagnvarnartæki frá
GORI í Danmörku og fer eftir B-flokki þessarar gagnvarn-
ar sem nær yfir fullunnar tréeiningar til almennra nota ut-
anhúss.
BYGGINGAFÉLAGIÐ
BORG HF.
SÓLBAKKA 11, BORGARNESI.
SÍMI: 437 1482. FAX: 437 1768
101