Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 23
þarfir þeirra og áhugasvið. Síðan er það svið
sem felst í miðlun upplýsinga um vörur og
þjónustu. Undir þetta svið flokkast Gula lín-
an, útgáfa handbóka, þjónusta á Internetinu
og þjónustuskrá. Þriðja sviðið er Yellow Li-
ne Alnational sem ætlað er að selja þá þekk-
ingu sem byggð hefur verið upp með rekstri
Gulu línunnar.
Ami er ekki seinn til svara þegar hann er
inntur eftir ástæðum velgengninn-
ar. „Þetta er í raun mjög einföld
formúla. Menn byrja á að velja sér
svið þar sem þeir telja sig hafa
einhveija þekkingu og getu. Þeir
afla sér allra mögulegra upplýsinga
um viðskiptahugmynd sína, fylgj-
ast vel með og taka þátt í þeim
félagsskap sem tilheyrir þeirra
áhugasviði. Síðan er mikilvægt að vera vakinn og sofinn
yfir rekstrinum, ekki aðeins á vinnustað heldur líka heima.
Menn verða að fókusera skýrt á viðfangsefnið. Takist
mönnum þetta í allt að 10 ár geta þeir talið sig nokkuð
örugga um að komast af. Síðan skiptir miklu máli að búa
yfir þrautseigju, að halda áfram sama hvað á gengur.“
Ámi segir stofnun Miðlunar ekki hafa verið mjög stóra
ákvörðun í sjálfu sér, hann hafi byijað afar
smátt og þróað fyrirtækið stig af stigi.
Ámi segir mikilvægt að styðjast við
ákveðna aðferðafræði. í Miðlun hafa menn
þróað eigið gæðastjómunarkerfi. Er unnið
eftir hugmyndum um sjálfstýrða hópa sem
þýðir að starfsfólk í ólíkum rekstrareining-
um innan fyrirtækisins kemur sér saman um
allar helstu ákvarðanir um daglegan rekstur
og stjómar rekstrinum. Ami segir
það gera að verkum að yfirstjóm-
endur fyrirtækisins geti einbeitt
sér að nýsköpun á borð við A til Ö,
sem Öm Þórisson framkvæmda-
stjóri stjómar, og Yellow Line Al-
national sem Ámi hefur annast.
Ámi segir óhefðbundnar lausnir
og leiðir einkenna starfsemi Miðl-
unar að verulegu leyti.
„Við erum óhrædd við að fara ótroðnar slóðir og höfum
frekar forðast að feta í fótspor annarra. Þá teljum við
okkur búa yfir mikilli þrautseigju, viljum ógjaman gefast
upp heldur beijumst áfram.“
Ami segist ekki hafa staðið frammi fyrir einstökum
stórfjárfestingum í sínum rekstri heldur hafi fyrirtækið
„Menn verða að einblína skýrt á
viðfangsefnið. Takist mönnum þetta í
allt að 10 ár geta þeir talið sig nokkuð
örugga um að komast af. Síðan skiptir
miklu máli að búa yfir þrautseigju, að
halda áfram sama hvað á gengur."
Árni Zóþhaníasson - Miðlun
I Hafnarskógi við Borgatfjarbrú bíður
MOTEL VENUS
við vegin
MOTEL VENUS
Fyrsta mótelið á Islandi
Sími 437 2345
Bréfasími 437 2344
Þœgileg gisting, góðar veitingar,
fundaaðstaða,
yndislegt útivistarsvœði, fallegar gönguleiðir
sjóbirtingsveiði og hestaleiga
Leiðin að rómantíku kvöli er vegurinn að Venus