Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 31
Guöný Harðardóttir:
waniiUiinliMl
Guðný Harðardóttir, hjá Starfsráðningum, hefur til fjölda
ára starfað við starfsráðningar og þekkir vel innviði at-
vinnulífsins. Hún segir að atvinnuhorfur séu almennt betri
nú en fyrir nokkrum árum.
„Undanfarin ár hafa verið erfið og mörg fyrirtæki ekki
bætt við miklu af nýju starfsfólki. Nú hefur orðið breyting
á, ekki síst í vetur. Atvinnurekendur eru bjartsýnni en
áður,“ segir Guðný.
„Auðvitað eru atvinnumöguleikar námsmanna misjafn-
lega góðir en möguleikar viðskiptafræðinga eru miklir -
ekki síst þeirra sem hafa aflað sér framhaldsmenntunar.
Samfara aukinni menntun hafa byrjendalaun viðskipta-
fræðinga hækkað á atvinnumarkaðnum. Fyrir þremur ár-
um voru þau um 120 þúsund krónur á mánuði en hafa
hækkað síðan, jafnvel um nokkra tugi þúsunda.“
Guðný telur að þrátt fyrir góðar atvinnuhorfur megi
ekki líta framhjá þeirri staðreynd að viðskipta- og hag-
fræðingar séu misjafnlega lengi að fá vinnu. Þar eru ótal
atriði sem skipta máli, s.s. sérsvið í námi, starfsreynsla og
frumkvæði, svo dæmi séu tekin. Þá skiptir efnahags-
ástandið töluverðu máli.
„í þeirri lægð, sem var hér í efnahagslífinu fyrir nokkr-
um árum, voru fyrirtæki ginnkeyptari fyrir fólki sem gat
unnið með tölur, eins og fjármálastjórum, og þá var til að
mynda lítil eftirspum eftir markaðsfræðingum. Nú er eft-
irspumin farin að aukast eftir fólki með markaðsfræði-
kunnáttu. Annars er mikil eftirspurn eftir einstaklingum
sem hafa bæði viðskipta- og tölvumenntun."
Ásbjörn Gíslason, viðskiptafræðingur hjá Samskipum,
útskrifaðist sl. vor frá Háskóla íslands.
erlendis og fengu prýðileg störf að því loknu. Svo virðist
sem fyrirtæki geri í auknum mæli kröfu um að starfsmenn
hafi framhaldsmenntun í sínu fagi. Ég held að með slíku sé
þó ekki verið að útiloka þá sem eru minna menntaðir því ef
þeir búa yfir góðri dómgreind, skipulagshæfni og almennri
skynsemi hafa þeir alla burði til að gera góða hluti á
vinnumarkaðnum,‘‘ segir Guðný.
Þórir Þorvarðarson:
FÓLK Á MIÐJUM ALDRI
Um atvinnuhorfur fólks á miðjum aldri segir Guðný að
karlar eigi í meiri erfiðleikum en konur með að fá störf.
„Þegar ástandið var hvað verst árið 1993 var fjölmörgum
karlmönnum í millistjórnunarstöðum sagt upp en það var
einkum fólk sem var jafnvel með litla menntun. Margir
fengu aftur vinnu á sínu sviði eftir talsverða leit en sumir
urðu að sætta sig við lægri stöður. Þónokkrir fóru í nám
Þórir Þorvarðarson, forstöðumaður ráðningarþjónustu
Hagvangs, segir að á undanförnum árum hafi viðskipta- og
hagfræðingum gengið ágætlega að fá starf að loknu námi.
Hann bendir þó á að slíkt sé misjafnt eftir einstaklingum -
sumir fái jafnvel vilyrði fyrir starfi á námsárunum á meðan
aðrir þurfi að leita lengi að námi loknu.
árum. Enn er samt langt í land í góssentíðina sem var fyrir tuttugu árum
31