Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 84
Tilþess að fá svolítinn breytileika ígarðinn -þótt lítill sé oghafa hann ekki að öllu leyti úr timbri - var
ákveðið að leggja hann steini að hluta til. Stærsta stykkið fremst til hægri á myndinni er granít frá
Suður-Afríku, sama efni og á eldhúsborðinu. Utlitið erþó nokkuð öðruvísi þvíþessi þlata hefurekki
verið slípuð ogpóleruð á sama hátt og eldhúsborðið. Annað grjót erfrá Noregi ogSviþjóð. Litirnir eru
ótrúlega margbreytilegirþótt allt séþetta ein ogsama steintegundin. Þessarplöturfalla til þegar verið
er að saga utan afstórum steinblokkum. Að sjálfsögðu er reynt að hafa þær sem þynnstar svo sem
minnst afsteininum fari til spillis, enda er hann fluttur inn til annarra nota. S. Helgason hefur selt
þennan afskurð og er verðið á honum svipað og verð á venjulegum garðhellum. Hægt er að breyta
ofurlítið til í garðinum hjá sér með því að nota svona hellulögn þar sem hún á við.
móti 500 í Garðabænum og fyrir þá, sem hafa gaman af
garðrækt, eru þetta töluverð umskipti, enda var gróður
mikill og tré hávaxin eftir rúmlega aldarfjórðungs búsetu
og ræktun. Garðurinn á Birkihæð er meira í stíl við stóran
sólpall en garð því hann er umgirtur háum timburveggjum
og að mestu lagður timburgólfi, hvort tveggja í samræmi
við aðra garða í raðhúsalengjunni.
BLÁGRÝTI0G MARMARI
Það var arkitektinn Hróbjartur Hróbjartsson, sem
teiknaði raðhúsið, en Sigurður fékk innanhússarkitektana
Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeir Þórðarson tO
þess að vera sér innanhandar um fyrirkomulagið innan
dyra. Gólfin í húsinu vekja athygli þess sem þangað kem-
ur. í forstofunni og eldhúsinu er blágrýti á gólfi en granít er
á eldhúsborðinu. Blágrýtisrammi er utan um stofugólfið en
á meginflötinn er lagður travertinmarmari frá Ítalíu. Stofan
og sólstofan, sem opnast út í garðinn, liggja saman og
flæðir marmaragólfið óhindrað úr stofunni inn í sólstofuna.
Arinninn í stofunni er hönnun þeirra Guðrúnar Margrét-
ar og Oddgeirs. Hann er smíðaður úr feiknalega efnismikl-
um blágrýtisblokkum, sterklegur og nokkuð óvenjulegur.
Sigurður segir að hann virki vel og sé notaður töluvert að
vetrarlagi. Viðarloft er í öllu húsinu úr svokallaðri Parana
furu en límtrésburðarbitar liggja yfir húsið og fá að njóta
sín, þó litaðir í takt við litinn á loftinu.
Við spyrjum Sigurð að því að lokum hvort ekki hafi verið
mikil viðbrigði að fara úr Reykjavík í Garðabæ. Hann
kveður nei við, það sé svipað langt fyrir sig í vinnuna frá
báðum stöðum og hér sé að sjálfsögðu allt til alls. Aðal-
breytingin hafi verið að fara frá stórum garði í þennan litla
afmarkaða reit en hann hafi verið löngu búinn að fá nóg af
að slá svo þetta sé í raun hið ágætasta mál.
84