Frjáls verslun - 01.04.1996, Blaðsíða 96
Ánahlíð, íbúð aldraðra í Borgarnesi.
IIERK LOFTORKU ERO RE
LOFTORKA
„Við segjum að hægt sé að nota forsteyptar einingar í
allar byggingar, allt frá einnar hæðar húsum í margra
hæða blokkir,” segja þeir Konráð Andrésson forstjóri og
Guðmundur Eiriksson ffamkvæmdastjóri byggingasviðs
Loftorku í Borgarnesi. Og þeir bæta við að mun ódýrara
sé að flytja forsteyptar einingar milli landshluta heldur en
steypuna sjálfa. Hús úr forsteyptum einingum frá Loftorku
hafa risið allt austan frá Hellu, vestur í Súðavík og norður
í Skagafjörð. Steyptar einingar á borð við undirstöður und-
ir háspennulínu hafa þó verið notaðar mun lengra frá upp-
runastaðnum í Borgarnesi - eða aust-
ur um alla sanda undir Suðurlands-
línu RARIK.
Loftorka í Borgarnesi tók til starfa árið 1962 og þá sem
vélaleiga. Síðar bættist við rörasteypa og fyrirtækið varð
fyrst íyrirtækja til að setja upp færanlega steypustöð. Nú
starfa að jafnaði yfir fiörutíu manns hjá Loftorku. „Okkur
hefur verið kennt að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni
svo við framleiðum líka steinrör, hné, hringi, hellur og
milliveggjahellur, hleðslusteina, lásstein, kantsteina, keil-
ur, baðeiningar, stigaþrep og svalaeiningar. En stefnan
hefur verið að einbeita okkur að steyptu einingunum sem
reynt hefur verið að markaðssetja á ýmsan hátt.”
Nokkrar árstíðasveiflur hafa verið hjá Loftorku en minni
en hjá mörgum öðrum því framleitt er inni við bestu skil-
yrði á meðan aðrir, sem eingöngu vinna úti, eiga erfitt um
vik þegar veður eru válynd. Þó eru einungis rörin fram-
leidd á lager því ekki gengur að framleiða forsteyptar ein-
ingar þannig, hvorki hér né á stærri mörkuðum erlendis.
Til þess eru sérþarfirnar of miklar, enda ævinlega unnið
út frá teikningum arkitekta og framleiðslan löguð að þeim.
Meginhluti tekna Loftorku kemur frá þessari einingafram-
leiðslu.
Stjómsýsluhúsið í Borgarnesi er
verk Loftorku.
ÓDÝRT, ÞÆGILEGT, HAGKVÆMT
Konráð og Guðmundur segja ódýrt, þægilegt og hag-
kvæmt að byggja hús úr forsteyptum einingum. „Það er
þó fýrst og fremst tímasparnaður. Mörg okkar verk hafa
byggst á því að tímaþátturinn hefur verið mjög afgerandi.
Sem dæmi má nefna að við byrjuðum að steypa upp hótel-
ið í Borgarnesi í apríl og fyrstu gestirnir fluttu inn tveimur
mánuðum síðar. Þegar reisa þarf skóla eða leikskóla skipt-
ir tíminn oft miklu máli og þar höfum við víða komið við.
Okkar sterkasta vopn er tíminn!”
Rétt er að benda á að í einingahúsum eru menn lausir
við ýmiss konar frágang sem fylgir hefðbundnum bygg-
ingaraðferðum og annað er ekki siður þýðingarmikið:
Hægt er að byrjað að steypa einingarnar á meðan grunn-
vinna stendur yfir á byggingarstað. „Og þegar verið er að
koma forsteyptu sökklunum fýrir og leggja lagnir erum
við annars staðar að steypa veggeiningarnar. Mörg verk
96