Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Síða 6

Frjáls verslun - 01.05.1996, Síða 6
RITSTJORNARGREIN ÞÆR ERU EKKISKOÐANAMYNDANDI í kosningabaráttum koma annað veifið upp hugmyndir á meðal frambjóðenda um að setja skorður á birtingu skoðanakannana nokkrum dögum fyrir kosningar. Rökin eru oftast þau að frambjóðendur og fólkið í landinu eigi að fá frið á lokaspretti kosningaslags. Þessi hugmynd skaut óvænt upp kollinum í sjónvarpsþætti á lokakvöldi nýafst- aðinnar kosningabaráttu - og meðal annars hjá nýkjöm- um forseta. Þeir, sem vilja skerða frelsi fjölmiðla og skoðanakönnuða, em á villigötum. Engin þörf er á setja slíkar skorður þótt komið sé fram á lokasprett baráttunnar, eins og dag- inn fyrir kjördag. Þvert á móti verður að gæta að frelsi fjölmiðla í þessum efnum. Það er skylda þeirra að upplýsa fólk og segja frá sveiflum á fylgi frambjóðenda, hver þeirra hafi forystu og hverjir séu að sækja á. Stundum er bann við birtingu skoðana- kannana rökstutt með því að þær séu skoð- anamyndandi og hafi áhrif á hugsanir fólks. Þetta er líka rangt. Skoðanakannanir ráða engu um skoðanir kjósenda á hæfileikum og getu fram- bjóðenda. Fólk kýs þann sem því líst best á - óháð skoð- anakönnunum. Ella væri mikill munur á niðurstöðum skoðanakannana og úrslitum kosninga. Svo er ekki. Reynslan sýnir að kannanir fara oftast ótrúlega nálægt úrslitum kosninga. Þær endurspegla vel raunveruleik- ann, það sem er að gerast hverju sinni. Svo var einnig um þær kannanir sem birtar vom daginn fyrir kjördag í nýaf- stöðunum forsetakosningum. Þær vom upplýsandi en ekki uppáþrengjandi. Skoðanakannanir em fróðleikur sem fjölmiðlum ber að birta. Sú leið er stundum valin að gera kosningaspár á gmnni skoðanakannana. í raun er það fyrst þá sem tölur hafa tilhneigingu til að skekkjast. Tilfinningar hafa þá tekið við af tölfræðinni. Menn telja til dæmis að einn frambjóð- andi sé á meiri siglingu en kannanir sýna. Oftast ganga kosningaspár þó út á það hvemig hlutlausir og óvissir í könnunum merki við í kjörklefanum - og þá út frá ein- hverri fyrri reynslu. Þótt skoðanakannanir hafi ekki áhrif á skoðun fólks á frambjóðendum eða flokkum kunna þær að hafa áhrif á frambjóðendur sjálfa. Þeir kunna hugsanlega að breyta um stíl, breyta um baráttuaðferðir og herbragð - og jafnvel eyða meim fé í auglýsingar og kynningar í von um að bæta stöðu sína. Þeir um það. Það á hvorki að vera áhyggjuefni fjölmiðla, skoðanakönn- uða né kjósenda hversu mikið fé frambjóð- endur setja í auglýsingar. Auglýsingar skila engum árangri nema eitthvað búi að baki. Menn geta ausið fé í að auglýsa sjálfa sig en kjósendur láta ekki glepjast. Það er varan sjálf sem ræður úr- slitum um það hvort hún seljist. Þess vegna er það ekki áhyggjuefni hvort einhver fram- bjóðandi auglýsi meira en annar og hvort kostnaður við kosningabaráttu rjúki upp. Það er þess sem auglýsir að standa skil á kostnaðinum. Stöku sinnum ræða frambjóðendur og flokkar þann möguleika að koma sér saman um hversu miklu fé eigi að verja í auglýsingar og kosningabaráttu. Slík samráð halda aldrei þegar um samkeppni er að ræða. Hver og einn verður að fá að leika sinn leik. Það getur ekki verið traustur frambjóðandi sem segir að það hafi verið öðrum að kenna hversu miklu fé hann eyddi í kosn- ingabaráttu. Frelsið er best. Það á að leyfa fjölmiðlum að gera og birta skoðanakannanir að vild á lokaspretti kosninga- baráttu. Þær eru fréttir. Þær eru ekki skoðanamynd- andi. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 57. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Siginrgeirsdóttir — LJÓSMYNDARI: Bragi Þ. Jósefsson - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Borgartún 23, 105 Reykjavík, súni 561-7575, fax 561-8646 — RITSTJÓRN: Sími 561-7575. — AUGLÝSINGAR: Sírni 561-7575 — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl., 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — DREIFING í bókaverslanir og sölutuma á Stór-Reykjavíkursvæðmu annast fyrirtækið Sala og dreifing, simi GSM 89-23334. SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — ÖU réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.