Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Síða 14

Frjáls verslun - 01.05.1996, Síða 14
Auðvelt er fyrir ökumanninn að ná til stjórntækjanna í mælaborðinu. Veltistýrið er leðurldætt, rúður eru rafdrifnar og sömuleiðis útispegl- ar og í bílnum em fullkomin hljómflutningstæki með geislaspilara. Samlæsingar eru fjarstýrðar og loks er í bílnum þjófavamarkerfi. Nýr flórhjóladrifsbíll er kominn á markað hér á landi hjá nýju bílaumboði. Bíllinn er Musso frá kóreska lýrirtækinu SsangYong Motor Company og bílaumboðið er Bílabúð Benna. SsangYong verksmiðjurnar hafa alls staðar lagt á það áherslu að einungis þeir, sem hafi sérþekkingu á íjór- hjóladrifsbílum, annist söluna á Musso og líklega eru ekki önnur fýrirtæki hér á landi sem búa yfir meiri þekkingu á þessu sviði en Bílabúð Benna og starfsmennirnir þar. Útlit Musso byggist á breskri hönnun, framleiðslan á kóreskri vandvirkni, vél bílsins er smíðuð samkvæmt venj- um og gæðum Mercedes-Benz. Styrkur í drifbúnaði bílsins er af ameriskri gerð. í honum er öflugur Borg-Warner 5 gíra gírkassi en einnig er hægt að fá bílinn með ljögurra þrepa sjálfskiptingu frá Mercedes-Benz. MJÖG ALHLIÐA BÍLL Það er Ken Greenley, hinn þekkti breski bílahönnuður og forseti bifreiðahönnunardeildar Konunglega breska listaháskólans í London, sem hannaði Musso en Greenley var aðalhönnuður Aston Martin Virage og Bentley Continental. Hann fékk frjálsar hendur við hönnunina og réð einn útliti og ytri gerð bílsins sem byggður er á nýjum hugmynd- um um ijórhjóladrifsbíl sem uppfyllir betur en áður hefur þekkst kröfur um þægindi og rými sem aðeins fæst í stórum fólksbílum. Framleiðendur Musso ætluðu honum frá upphafi að vera fólksbíll og jeppi í senn. Kemur þetta glögglega í ljós þeg- ar litið er á yfirbyggingu bílsins, stærð og lögun sæta, aftur- hlerann, sem gerir farangursrými mun aðgengilegra en í mörgum jeppum, og sömuleiðis stjórntækin. Að innan minnir bíllinn einna helst á fólksbíl. Hann er 464 sentímetra langur og Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna, við nýja Mussoinn. 14

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.