Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Page 19

Frjáls verslun - 01.05.1996, Page 19
31 í ÍSLENSKA HÓPNUM 31 fjárfestir er í íslenska hópnum sem er undir forystu Guðmundar Franklíns og Skúla Þorvaldssonar. Skúli er núna varaformaður stjórnar fyrirtækisins. í hópnum eru 4 íslenskir lífeyrissjóðir, 5 íslensk fyrirtæki og 22 lögskráðir einstaklingar. Eignaraðild er dreifð. Enginn einn hluthafi á meira en 5% hlut. Þó munu eignaleg tengsl vera á milli nokkurra hlutahafa. óánægja hópanna tveggja, sem áttu 50% í fyrirtækinu, fór ekkert dult. Áfram héldu bréfm að lækka í verði. Það sýndi einfald- lega að markaðurinn trúði ekki á fyrirtækið eins og málum var háttað. Verð bréfanna hélt áfram að lækka og fór það niður í 40 cent. Eins og gefur að skilja voru samhliða þessu komnir miklir stirðleikar á milli manna, sérstaklega Jim Catalands og Bruce Galloway. Það var svo raunar ekki fyrr en að Skúli Þorvaldsson, veitingamaður á Hótel Holti, kom af alvöru inn í viðræðumar sem skriður komst á málið og Jim Cataland seldi sinn hlut. GUÐMUNDUR FRANKLÍN JÓNSSON Guðmundur Franklín er fyrsti íslenski verðbréfasalinn sem starfar í Wall Street. Hann hefur áður komið nærri stórviðskiptum á íslandi og má þar helst nefna hlutabréfa- söluna í íslenska Útvarpsfélaginu síðastliðið sumar þar sem meirihlutinn keypti hlut minnihlutans fyrir um 1 millj- arð króna. Bandaríska verðbréfafyrirtækið Oppenheimer hafði þar milligöngu en Guðmundur vann að málinu. Þess má geta að hinn þekkti banki í New York, Chase Manhatt- an, íjármagnaði kaupin og alla endurfjármögnun íslenska Útvarpsfélagsins. Og raunar kom bankinn inn sem hluthafi í íslenska Útvarpsfélaginu. Þá má geta þess að Guðmund- ur hefur einnig, sem milligöngumaður, tengst öðrum stór- áformum á íslandi, eins og byggingu pappírsverksmiðju á Reykjanesi, ok'uhreinsunarstöðvar í Gufunesi og sink- verksmiðju á Grundartanga. Auk beinna viðskiptahagsmuna þeirra íslendinga, sem flárfesta í fyrirtækinu, eru óbeinir viðskiptahagsmunir um- talsverðir. Á árum áður, þegar vel gekk í rekstri Arthur Treacher’s, var fyrirtækið einn af stærstu viðskiptavinum Coldwater, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, og keypti árlega af því 10 þúsund tonn af þorsk- blokk. Til samanburðar er heildarsala Coldwater í Banda- ríkjunum núna um 45 þúsund tonn af ýmsum sjávarafurð- um. FJÖLGUN STADA, GRILLRÉTTIR 0G NÝTT ÚTLIT Hópamir tveir, sem hafa yfirtekið Arthur Treacher’s keðjuna, hafa mjög metnaðarfuU áform um að setja milljón- ir dollara í uppbyggingu fyrirtækisins og fjölga veitinga- stöðunum um fleiri hundruð á næstu árum. Það, að verð hlutabréfa í fyrirtækinu hefur hækkað eftir yfirtökuna, sýnir að markaðurinn hefur aukna tiltrú á fyrirtækinu - að nýir stjómendur muni rífa það upp. Raunar hafa þeir í hyggju að breyta ímynd fyrirtækisins og bjóða upp á grillaða fiskrétti en þeir em hollari en þeir djúpsteiktu fiskbitar sem em á matseðlinum núna. Með þessu á að ná til þeirra neytenda sem hugsa sífellt meira um hollustu skyndibita. Jafnframt er stefnt að því að breyta útliti staðanna. Fyrir utan að kynna nýja hugmynd til sögunnar á skyndi- bitamarkaðnum telja menn umtalsvert svigrúm til vaxtar fyrir Arthur Treacher’s á þessum markaði í ljósi þess að helstu keppinautamir em fremur veikburða. Stærsta fisk- skyndibitakeðja Bandaríkjanna, Long John Silver, á um þessar mundir í nokkmm rekstrarerfiðleikum og sú önnur stærsta, Captain D’s, stendur fremur illa - aðallega vegna erfiðleika móðurfyrirtækis þess, Shoney’s, sem hefur þurft að taka á sig stóra skelli vegna skaðabótamála. Arth- ur Treacher’s stóð heldur ekki á sérlega traustum fótum fyrir yfirtökuna en nýtt fjámiagn, nýjar hugmyndir og nýr forstjóri em jarðvegur til að gerbreyta stöðunni. BOB HOPE Á MEÐAL STOFNENDA Arthur Treacher’s á sér sérstæða sögu en fyrirtækið var stofnað árið 1968 af nokkmm gamanleikumm. Þeirra þekktastir em Bob Hope og Merv Griffin. Sjálfur höfuð- paurinn var hins vegar Arthur Treacher, breskur gaman- leikari sem vildi með skyndibitastöðum kynna Bandaríkja- mönnum hina sígildu bresku hefð; að borða djúpsteiktan fisk og franskar kartöflur. Auk þessara manna stóð Dave Thomas, aðaleigandi og forstjóri Wendy’s hamborgara- keðjunnar, að stofnun Arthur Treacher’s staðanna fyrir tæpum þrjátíu ámm. Arthur Treacher’s keðjan óx ört á áttunda áratugnum og var reksturinn í miklum blóma. Um tíma var keðjan með um 800 staði. En það hallaði undan fæti undir lok áratugarins og skipti fyrirtækið þá um eigendur. Árið 1984 var staðan svo slæm að fyrirtækið var komið í gjaldþrota- meðferð. Það var þá sem lögfræðingurinn Jim Cataland kom til sögunnar og keypti fyrirtækið. Jim Cataland tókst að rífa fyrirtækið upp í núverandi stærð - 134 Arthur Treacher’s skyndibitastaði í fjórtán fylkjum Bandaríkjanna og Kanada. Að undanfömu hefur fyrirtækið átt á brattann að sækja og hefur skortur á fjármagni verið ljón í vegi til aukinna umsvifa. Núverandi meirihluti hefur þegar komið inn með nýtt íjármagn og hyggur á frekari landvinninga í þeim efnum til að auka umsvifin enn frekar. GUÐMUNDUR 0PNAÐIFISK 0G FRANSKAR Það er í senn svolítið sérstakt og skemmtilegt við þessa 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.