Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Page 23

Frjáls verslun - 01.05.1996, Page 23
vert af fiski af Coldwater núna og keðjan hafi verið einn af stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins um árabil. „Áður en að veitingastaðimir skiptu um eigendur árið 1979 nam sala Coldwater til Arthur Treacher um 9 þúsund tonnum á ári. Þetta var á þeim árum sem best gekk í rekstri keðjunnar og hún var með um 800 veitingastaði. Aðallega var um að ræða þorskblokk sem skorin var niður í sneiðar. Eftir að keðjan skipti um eigendur fór hún að nota ufsa. Það var ein af ástæðum þess að það fór að ganga illa hjá henni.“ Magnús Gústafsson telur að Arthur Treacher’s sé að koma fram með rétta hugmynd á réttum tíma. „Til þessa hafa neysluvenjur Bandaríkjamanna lítið breyst þrátt fyrir umræðu árum saman um mikilvægi hollrar fæðu. Það eru þó vísbendingar um að þetta sé að breytast. í tilbúnum réttum hefur mesta söluaukningin verið í fiski sem er grillaður eða tilbúinn til eldunar. Þá hefur áhuginn á grilluð- um fiski á dýrari veitingastöðum aukist verulega. Þess vegna tel ég að nú sé nú rétti tíminn til að fara af stað með þessa hugmynd á skyndibitamarkaðnum. Það er þó geysi- hörð samkeppni í veitingahúsarekstri. En ég vona að þessi nýja nálgun skili árangri. Það yrði gott fyrir okkur og aðra fiskseljendur." SALA Á ÞORSKIHEFUR DREGIST VERULEGA SAMAN Fiskneysla í Bandaríkjunum hefur nánast haldist óbreytt í mörg ár þó að neysla eftir tegundum hafi breyst nokkuð. Það hefur helst orðið aukning í ræktuðum sjávar- afurðum af ýmsu tagi á kostnað annarra tegunda. Sala á þorski í Bandaríkjunum dróst verulega saman á síðasta áratug, eða um nærri 40%. Ástæðumar eru verðhækkun vegna minna framboðs og aukin eftirspurn annars staðar frá í heiminum. í viðskiptum við keðju eins og Arthur Treacher’s skiptir stöðugt framboð miklu máli - hvað þá þegar farið er af stað með nýja markaðshugmynd. Stöðugleiki í framboði getur skipt sköpum um að íslensk fisksölufyrirtæki í Banda- ríkjunum fái hlutdeild í sölu til Arthur Treacher’s. En keðjan mun að sjálfsögðu leitast við að kaupa fisk í hæsta gæðaflokki á sem lægstu verði. Hinn nýi forstjóri Arthur Treacher’s, Frank Brown. Hann er gamall harðjaxl í rekstri skyndibitastaða eftir að hafa starfað fyrir keppinaut Arthur Treacher’s, Captain D’s, í um sautján ár. ÍSLENDINGAR GETA KEYPT í ARTHUR TREACHER’S íslendingar munu geta fjárfest í Arthur Treacher’s. Guðmundur Franklín segir að bréfin gangi kaupum og sölum á opnum tilboðsmarkaði vestanhafs og fjárfestar geti keypt bréfin í gegnum sinn verðbréfasala á íslandi. Hann telur að fjárfestar á íslandi ættu að fylgjast með Arthur Treacher’s í framtíðinni. „Ég tel að þátttaka íslendinga við yfirtöku fyrirtækisins sé rökrétt skref. Við erum fiskveiðiþjóð og eigum að gæta hagsmuna okkar á öllum stigum. Þess vegna er eðlilegt að við fylgjum hráefninu eftir - allt til þess að það er selt á diska til neytenda á erlendum markaði," segir Guðmundur Franklín. Þökkum fyrirtækjum góöar undirtektir viö söfnun upplýsinga í 100 STÆRSTU áb undanförnu. Sími: 561 7575 • Fax: 561 8646 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.