Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Page 30

Frjáls verslun - 01.05.1996, Page 30
□ egar forstjóri álversins, Christian Roth, tilkynnti í sumar að hann myndi láta af störfum um áramót vakti valið á eftir- manni hans nokkra athygli en Rann- veig Rist, deildarstjóri og talsmaður ÍSAL, mun taka við starfi hans. Ung- ar konur hafa til þessa ekki ekki verið forstjórar stærstu fyrirtækja landsins og þrátt fyrir alla jafnréttisumræðu undanfarinna áratuga varð ekki heyrt að neinum fyndist eitthvað athuga- vert við það. Þetta hljóta því að teljast tímamót í jafnréttisbaráttu auk þess að vera staðfesting þess að íslenskt viðskiptalíf er ekki eins nútímalegt eins og margir ef til vill héldu. Kona hefur ekki áður stýrt svo stóru iðnfyr- irtæki á íslandi og Rannveig er því brautryðjandi í þetta skipti eins og stundum áður á ævinni. Það er kannski dæmigert fyrir um- ræðuna um hefðbundin karlastörf og kvennastörf að mjög er rætt um þá hæfileika sem Rannveig er sögð hafa til að gegna starfmu og nefndir þættir eins og víðsýni, stjómunarhæfileikar, góðar gáfur og vönduð menntun. Þetta hljómar eins og mönnum komi það mjög á óvart að kona skuli yfirleitt vera í stakk búin til að sinna slíku starfi. Rannveig Rist er fædd í Reykjavík 9. maí 1961. Hún er dóttir Sigurjóns Rist vatnamælingamanns og Maríu Sigurðardóttur, viðskiptafræðings og kennara. Hún er eldri af tveimur systmm en sú yngri heitir Bergljót f. 1966 og er við nám í dýralækningum í Kaupmannahöfn. Níundi maí er kóngsbænadagur samkvæmt tilskipan Kristjáns fimmta frá 1686. Þennan dag skyldu menn biðja fyrir kóngi og iðrast synda sinna. Þennan dag árið 1593 var flattur þorskur staðfestur sem innsigli ís- lands og þennan dag 1855 var prent- frelsi lögleitt á íslandi en þennan dag árið 1945 urðu óeirðir á íslandi þegar fólk fagnaði friði í Evrópu. Þennan dag 1987 fékk lag Valgeirs Guðjóns- sonar, Hægt og hljótt, 16 stig í Euro- vision söngvakeppninni. Þennan dag fæddist einnig Gunnlaugur Oddsson orðabókarhöfundur 1786, Konráð Hjálmarsson, kaupmaður á Mjóafirði, 1858, Gagga Lund söngkennari árið TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON 30 Rannveig Rist, nýi álfor

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.