Frjáls verslun - 01.05.1996, Page 31
Nafn: Rannveig Rist.
Starf: Deildarstjóri steypuskála í
ísal og verðandi forstjóri fyrirtæk-
isins.
Aldur: 35 ára.
Fædd: 9. maí 1961.
Fjölskylduhagir: GiftJóniHeið-
ari Ríkharðssyni verkfræðingi.
Þau eiga tvær dætur, sex og
þriggja ára.
Foreldrar: Siguijón Rist vatna-
mælingamaður og María Sigurðar-
dóttir en hún varð fyrst kvenna til
að ljúka prófi í viðskiptafræði við
Háskóla íslands.
Áhugamál: Útivera og
hannyrðir.
1900 og Jóhann Sæmundsson ráð-
herra 1905.
Rannveig er fædd í Nautsmerkinu.
Um fólk í því stjömumerki segja sér-
fræðingar að það sé forvitið og hag-
sýnt, lífsnautnafólk. Nautin eru ró-
lynd og stillt, gædd innri ró, og taka
ávallt afstöðu byggða á skynsemi
fremur en tilfinningu og öll hindurvitni
og bábiljur era eitur í þeirra beinum.
Nautið leggur mikið upp úr þægindum
og jarðneskum hlutum af ýmsu tagi og
sagt er að þetta fólk vilji gjaman eiga
góða hluti, borða góðan mat og yfir-
leitt að njóta lífsins.
AF m FRUMKVÖÐLA 0G VÍKINGA
Sé frændgarður Rannveigar skoð-
aður má ef til vill halda því fram að hún
NÆRMYND
sé af ætt frumkvöðla og því sé nokkuð
óhefðbundið starfsval hennar fyrr og
síðar mjög eðlilegt. Rannveig er alin
upp í fjöldskyldu þar sem ekki þótti
neitt sérstakt eða óvenjulegt við að
gegna starfi sem e.t.v. enginn annar
gegndi eða var hið fyrsta í röðinni.
Þetta er ætt sem er ekkert gefin fyrir
að feta troðnar slóðir.
31