Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Page 37

Frjáls verslun - 01.05.1996, Page 37
Markmiðið svarar þremur lykilspumingum: Hvað á að gera? (Skipstjórinn átti að vera kominn í höfn.) Hve mikið á að gera af því? (Hann á að vera búinn að skipa upp þremur tonnum af fiski.) Hvenær á því að vera lokið? (Þessu á að vera lokið fyrir klukkan tólf á hádegi.) og gefa óljósar vísbendingar um hve mikið. Einnig kemur ekki fram hve- nær eigi að ná þessum árangri. Reynslan hefur sýnt að gera má ráð fyrir að eitt stefnumið verði brotið upp í nokkur markmið vegna þess að markmiðin eru nákvæmari. TVENNSKONAR HVATNING Hvers vegna að vera með tvenns konar yfirlýsingar um árangur? Bæði þjálfarinn og stjómandinn nota stefnumiðin til að sameina hugi sam- starfsmanna sinna um verðugt „stefnumið" sem, ef rétt er á haldið, gæti fyllt þá hugsjónareldi. Eftir því sem umræðan um stefnu- miðið þróast næst nánara samkomu- lag eða skilningur um þau markmið sem einstaklingar eða deildir einsetja sér að ná. Hæfilega ögrandi markmið verður starfsmönnum og íþrótta- mönnum drifkraftur sem birtist í hmtmiðaðri framgöngu til að ná því, þar sem menn bera stöðugt saman árangur við fyrirhugaðan árangur eða fyrri árangur. „MARKMIÐIN" ENDURORÐUÐ í upphafí greinarinnar voru settar fram nokkrar yfirlýsingar um árangur sem fýrirtæki vildi ná. Hér verður þessum setningum snúið yfir í mark- mið samkvæmt umfjölluninni í grein- inni. — Markmið okkar er að framleiða vörur þannig að framlegð eftir breyti- legan kostnað verður ákveðin % fyrir áramót 1996 / ’97. — Markmið okkar er að vera fam- ir að starfa samkvæmt umhverfis- staðli ÍST/ISO fyrir 1. júm 1997. — Markmið okkar er að unnið verði eftir fyrirbyggjandi viðhalds- kerfi fyrir 1. nóvember 1997. — Markmið okkar er að fækka rekstrartruflunum, sem rekja má til framleiðslukerfa, úr 10 á ári í 3 á ári. Þessu markmiði verði búið að ná 31.12. 1998. — Markmið okkar er að allir stjómendur og starfsmenn hafi farið á námskeið í samstarfstækni og altækri gæðastjómun. Markmiðinu verði náð fyrir 1. október 1996. í ljósi umfjöllunarinnar í greininni gæti lesandinn kallað fyrri dæmin stefnumið. Þau em almennara orðuð og vel til þess fallin að ná breiðri sam- stöðu meðal starfsmanna. Markmiðin em þrengri og afmarkaðri en betur fallin til að virkja keppnisskap starfs- manna og gerir þeim auðveldara að fylgjast með hvort árangrinum verði náð á tilsettum tíma. 37

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.