Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Side 38

Frjáls verslun - 01.05.1996, Side 38
SKOÐUN Nýkjörinn formaöur Félags íslenskra feröaskrifstofa: FERPflSKRI FSTOFU M FJÖLGAR ÚR 27 í UM 500 Á SKÖMMUM TÍMA Þaöþarfaö breyta ákvxöum í lögum og reglugerö um feröaskrifstofur áþann veg aö hafa aöeins eina tegund leyfis fyrir feröaskrifstofur ann 16. september 1994 var breyting á lögum um skipulag ferðamála undirrituð af forseta íslands. Lagabreytingin var sam- þykkt af Alþingi án þess að Félag ís- lenskra ferðaskrifstofa fengi tækifæri til umsagnar um lögin. í félaginu eru Flugleiðir og flestar stærstu ferða- skrifstofur landsins. Ferðaskrifstof- ur, sem eru aðilar að FÍF, standa að um 85% af öllum erlendum ferða- mannastraumi hingað til lands og enn hærra hlutfalli af ferðum íslendinga til útlanda. Undirbúningur að reglugerð í kjöl- far laganna var hafinn í samgöngu- ráðuneytinu sama haust. Eftir mikinn þrýsting fékk FÍF send drög að þess- ari reglugerð. Kom þá í ljós að starfs- umhverfi í ferðaþjónustu myndi breytast verulega yrði reglugerðin að veruleika vegna þess að fyrirhugað SKILABOB TIL STJÓRNVALDA Sigurjón Þór Hafsteinsson var að hafa íjórar tegundir leyfa til ferðaskrifstofureksturs. FÍF var þessu mjög mótfallið og var fundað með ráðuneytismönnum þar sem full- trúar FÍF mótmæltu og rökstuddu af- stöðu félagsins. Reglugerðinni var breytt á þann veg að leyfum til rekst- urs ferðaskrifstofu var fækkað úr fjórum flokkum í tvo, þ.e. A og B leyfi, þvert gegn vilja FÍF sem lagði áherslu á aðeins eina tegund leyfis til ferðaskrifstofureksturs. Mismunur á milli A og B leyfis er sá í aðalatriðum að fyrir B leyfi þarf aðeins milljón í tryggingu en fyrir A leyfi þarf 10 millj- ónir. A leyfi veitir rétt til útgáfu far- seðla og rétt til að selja íslendingum ferðir til útlanda. AFLEIÐINGAR LAGANNA Lögin um skipulag ferðamála, ásamt lögum um alferðir frá 1994, skylda aðila, sem vilja selja fyrirfram ákveðna þjónustupakka á heildar- verði sem eru samsettir úr tveimur eða fleiri þjónustuþáttum og taka lengri tíma en 24 klukkustundir eða innifela gistingu, að stofna ferðaskrif- stofu með B leyfi. Dæmi: Aðila, sem selur manni gistingu og afþreyingu, er skylt að verða sér úti um ferða- skrifstofuleyfi, annars er hann ólög- legur. Það að skylda alla, sem veita þjónustu til erlendra ferðamanna til að stofna ferðaskrifstofu, tel ég ekki rétt. Útlendingar líta á ferðaskrif- FERÐASKRIFSTOFULEYFI ER GÆÐASTIMPILL Það, að skylda alla, sem veita þjónustu til erlendra ferðamanna, til að stofna ferðaskrifstofu, tel ég ekki rétt. Útlendingar líta á ferðaskrifstofuleyfi sem ákveðinn gæðastimpil þar sem saman fara kunnátta, ákveðinn lágmarksfjöldi starfsmanna og góðar tryggingar. MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.