Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.05.1996, Qupperneq 48
SIGURSÆLIR KJOHflNAÐARMENN /! í ! Kjötíðnaðarmennirair í Afurðasölu Borgamess eru sigursælir þegar kjöt er annars vegar. Þeir unnu tíl margra verðlauna í fagkeppni kjötiðnaðarmanna af öllu landinu í tengslum við mahælasýninguna Matur ’96 í Smáranum í Kópavogi í vor. Frá vinstri: Hafsteinn Kjarbinsson, Ómar Ilauksson, Erla Jóna Guðjónsdóttír, Þuríður Bergsdóttír og Olga Magnúsdóttír. Góðan daginn - rétturinn er tilbúinn. Háannatími grillara stendur nú yfir og þeir eru ófáir, sem velja Borgarnes grillkjöt á grillið, en þekktustu afurðir AB - Afurðasölunnar Borgarnesi hf. - eru án efa þurrkryddað grillkjöt sem notið hefur mikilla vinsælda undanfar- in ár. „Segja má að við höfum „fundið upp” þetta þurrkryddaða grillkjöt og kryddblandan, sem við notum er að sjálfsögðu hernaðarleyndarmál,” segir Jóhannes Bekk Ingason markaðsstjóri. Afurðasalan Borgarnesi hefur nú fært út kvíarnar því fyrir skömmu keypti fyrirtækið kjöt- deild íslensk-franska eldhússins og flutti framleiðsluna í Borgarnes. Að sögn Jóhannesar hefur verið unnið stanslaust að end- urbótum og þróun á öllum sviðum hjá AB frá því fyrirtæk- ið tók til starfa í ársbyrjun 1994. Áður hafði það verið hluti af Kaupfélagi Borgfirðinga. Húsnæði, slátrun og vinnsla hafa verið endurbætt og komið á ströngu gæðaeftirliti. Gæðaeftirlitið er samkvæmt GÁMES staðli og nær innra eftirlit til allra þátta framleiðslunnar. Síðastliðið haust var auk þess komið upp mjög fullkomnum kælibúnaði í kjötsal sauðfjársláturhússins sem kælir nýslátraða skrokka niður í kjörhitastig á örfáum tímum og tryggir þar með óæski- lega gerlamyndun í kjötinu. VÖRUVALIÐ GEYSIFJÖLBREYTT „Mikil fiölbreytni er í framleiðslu AB og framleiðsluvör- urnar hátt á annað hundarð talsins. Þar af eru 15 til 20 vöruflokkar innan grillvaranna einna. Framleiðslan bygg- ist að stórum hluta til á kindakjöti en auk þess vinnum við mikið úr nauta-, hrossa- og svínakjöti, en um hundrað grís- um er slátrað í viku hverri í sláturhúsi AB. Sala lambakjöts- grillvaranna er svo mikil að kjötbyrgðir fyrirtækisins eru uppurnar um mitt sumar og verðum við þá að kaupa hrá- efni frá öðrum þar til slátrun hefst á ný. Neysla fólks hefur líka breyst í þá veru að nú eru menn farnir að grilla miklu lengur fram eftir hausti og útigrillin eru tekin í notkun snemma vors - jafnvel þegar um páska og það þótt þeir séu Landsþekktar umbúðir. Borgames grillkjötið þekkja allir sannir grillarar. snemma á ferðinni. Þurrkryddaða grillkjötið okkar er ekki það ódýrasta á markaðnum en við segjum að það sé það besta og verðið einfaldlega í samræmi við gæðin.” AB státar ekki aðeins af vinsælu þurrkrydduðu lamba- kjöti heldur líka djúpkrydduðu og léttreyktu svinakjöti sem hefur vakið mikla athygli fyrir gæði. Hjá fyrirtækinu er unnið tilraunastarf í tengslum við þróun nýrra framleiðslu- vara úr nauta-, lamba- og svínakjöti. Reyndar hefur verið gerð tilraun með sölu á sumum þessara vara í sumar og kaupendur sýnt þeim mikinn áhuga. AB framleiðir mikið af unnum kjötvörum, pylsum og áleggi og hafa grillpylsur AB fengið góðar móttökur en þær eru allfrábrugðnar öðrum pylsum. Á öllum sviðum framleiðslunnar er megináhersla 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.