Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.05.1996, Qupperneq 55
Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Leðuriðjunn- ar. Fyrirtækið framleiðir ATSON leðurvörur. Nafnið er dregið af nafni stofnandans, Atla Ólafssonar. að njóta sín sem best,“ segir Berglind. Leðuriðjan er eina fyrir- tæki sinnar tegundar á ís- landi. Samkeppnin kemur því öll utanlands frá og mun- ar þá mest um Austurlönd þar sem vinnukraftur er mun lægra launaður. „Við bjóðum vandaða vöru, leggjum metnað okk- ar í að sinna sérþörfum ís- lenska markaðarins og er- um stolt af því að bjóða ís- lenska framleiðslu. Hér er stöðugt verið að þróa nýjar vörur. Við leggjum okkur fram um að fylgjast vel með breyttum þörfum markað- arins og erum í nánum tengslum við viðskiptavini okkar. Sem dæmi um þetta má nefna að með tilkomu debetkorta hefur notkun Oeðuriðjan verður sextíu ára á þessu ári og hefur frá upphafi hannað og framleitt ATSON leðurvörur. Atson er komið úr nafni stofnanda fyrirtæk- isins, Atla Ólafssonar, en á þeim tíma, sem hann lagði grunn að fyrirtækinu, þótti allt, sem kom frá útlöndum sérlega gott. Með því að gefa vörunum þetta nafn fékk fyrirtækið erlent yfir- bragð, það verður að flokk- ast undir góða markaðs- setninguhjáhonum, — seg- ir Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Leður- iðjunnar ehf. „I dag er þessu öðruvísi farið því íslendingar vilja ís- lenskar vörur þegar þær eru sambærilegar að verði BERGLIND ÓLAFSDÓTTIR, LEÐURIÐJUNNI og gæðum. Allir landsmenn vita að Atson vörur eru framleiddar hér á íslandi undir ströngustu kröfum.“ Leðuriðjan er fjölskyldu- fyrirtæki í eigu ekkju Atla, Margrétar Sigrúnar Bjama- dóttur og þriggja dætra þeirra; Nönnu Mjallar, Gyðu Bjarkar og Eddu Hrannar. Margrét hefur starfað hjá fyrirtækinu í fimmtíu ár og Edda Hrönn er hönnuður fyrirtækisins. Berglind réð sig til Leðuriðj- unnar í byrjun árs 1992 sem markaðsstjóri og ári síðar var henni boðin staða fram- kvæmdastjóra. Berglind er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Að loknu stúdents- prófi starfaði hún í þrjú ár hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. Prófi í iðnrekstrarfræðum frá Tækniskólanum lauk hún um áramótin ’91-’92 og þaðan lá leiðin til Leðuriðj- unnar. „Leiðbeinandi minn í lokaverkefninu í Tækniskól- anum kynnti mig fyrir eig- endunum og fyrirtækinu. Mér leist strax vel á rekst- urinn og þessar fallegu framleiðsluvörur,“ segir hún. Starf Berglindar er fólgið í daglegum rekstri fyrirtæk- isins, auk þess sem hún sér enn um markaðsmálin og vinnur að stefnumótun í samvinnu við eigendurna. Fjórtán starfsmenn vinna hjá Leðuriðjunni við vöru- þróun, framleiðslu og sölu á vörum fyrirtækisins. Nán- ast allt hráefni er innflutt en auk þess flytur Leðuriðjan inn veski, töskur, belti og hanska. Meðal fastra við- skiptavina eru bankar og fjármagnsstofnanir sem selja og/eða gefa viðskipta- vinum sínum sérmerkt seðlaveski, kortahulstur o.þ.h. Dagskinnan er ein af framleiðsluvörum fyrirtæk- isins en hún, eins og allar aðrar Atson vörur, er hönn- uð og framleidd hér á landi, auk þess sem innihald henn- ar (dagbókarkerfið) er hannað af Leðuriðjunni og prentað hérlendis. Nýverið var verslun Leð- uriðjunnar flutt úr húsnæð- inu við Hverfisgötu að Laugavegi 15. „Með því að flytja versl- unina á Laugaveginn stækk- aði hún umtalsvert og því getum við nú boðið fiöl- breyttara vöruval. Arki- tektamir Guðrún Margrét og Oddgeir hönnuðu inn- réttingar verslunarinnar en þau hafa næmt auga fyrir vörunum okkar og því um- hverfi sem þær þarfnast til ávísanahefta minnkað. Því vilja fleiri kaupendur minni seðla- og kortaveski og á síðastliðnu ári hafa 6 nýjar tegundir slíkra veskja bæst við framleiðslu okkar. Berglind er þrítug að aldri. Hún á eina tíu ára dótt- ur, Rakel, og er í sambúð með Helga Þór Guðbjarts- syni. Hann vinnur sem sölu- maður hjá Leðuriðjunni og er eini karlmaðurinn sem þar starfar. „Eins og hjá flestum fer tíminn utan vinnu í að sinna fjölskyld- unni. Við förum á skíði á vetuma og á sumrin er tjald- ið dregið ffam og hver stund notuð í útilegur. Við þrjú hjólum mikið saman og svo eigum við garð sem þarf að snyrta og fegra. Einnig eig- um við góðan vinahóp sem hittist oft og gerir sér glaðan dag í sameiningu,“ segir Berglind Ólafsdóttir. TEXTI: JÓHANNA Á.H. JÓHANNSDÓTTIR. MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON. 55

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.