Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 22
FORSÍÐUGREIN
ALDURINN 45 TIL 60 ÁRA
Erlendis er oftast leitað til fólks á aldrinum frá 45 til 60 ára þegar ráðið er í starf
forstjóra. Litið er svo á að fyrir utan heilbrigða skynsemi, góða dómgreind,
hafi þroski og lífsreynsla mest að segja í stjórnun. Jafnframt að á þessum aldri hafi
menn rikari eiginleika til að miðla af reynslu sinni til sér yngri manna og sömuleiðis
að miðla ábyrgðinni.
að ungt fólk er að öllu jöfnu minna mótað en þeir eldri. Það
kemur með opinn hug til starfa og er fordómalausara
gagnvart hugmyndum og nýjungum. Það drepur ekki hug-
mynd með því að segja: „Þið munið, við reyndum þetta um
árið og það gekk ekki. Þetta gengur því heldur ekki upp
núna.“
UNGTFÓLK HUNGRAÐ í ÁRANGUR
Ungt fólk er hungraðra í árangur. Enda er það að sanna
sig í starfi. Forstjórastarfið er mjög stórt skref fyrir það og
því leggur það sig 100 prósent fram. Það hugsar líka minna
um þægindin og bitlingana sem geta fylgt starfinu. Það er
raunar kostur. Þá telja sumir að gott geti verið að ráða
ungt fólk sem hvorki hafi of mikla þekkingu né bakgrunn í
atvinnugreininni. Það horfi á vandamál með öðrum augum
en gert hafi verið áður. Til viðbótar sé ungt fólk tæknisinn-
aðra en það eldra og það sé kostur.
Helsti gallinn við að ráða ungt fólk í stól forstjóra er
reynsluleysið. Ungt fólk er óskrifað blað. Áhættan er því
talsverð. Hvemig rætist úr viðkomandi? Ennfremur er
það almenn skoðun að ungt fólk í stjómunarstörfum sé
óþolinmóðara og árásargjamara en fólk með langa reynslu
í stjómun.
Stundum er því haldið fram að ungir forstjórar ráði ungt
fólk í störf millistjómenda og líti þannig fram hjá sér eldra
fólki innan fyrirtækjanna, fólki sem er í fullu fjöri og býr yfir
mikilli reynslu. Með öðmm orðum: Með ráðningu ungs
forstjóra fari ákveðinn spírall í gang sem færi aldur starfs-
manna almennt niður. Hættan við þetta er auðvitað sú að
dýrmæt reynsla innan fyrirtækjanna glatist.
Enn og aftur skal áréttað að það eru engar formúlur til
um kjöraldur forstjóra. Það er mannlegi þátturinn sem
ræður úrslitum. „Engir tveir eru eins,“ eins og sagði í
auglýsingu íslandsbanka forðum.
FRUMKVÆÐI0G SJÁLFSTÆÐI
En eftir hverju sækjast eigendur fyrirtækja þegar þeir
leita að forstjóra? Flestir h'ta til þess hvort umsækjandinn
hafi finmkvæði - sé drífandi og duglegur - og sé sjálfstæð-
ur. Þeim eiginleikum er skipað í öndvegi ásamt mannlega
þættinum. Jafnframt að hann sé hugmyndaríkur og metn-
aðarfullur. Hafi getu til að skoða hlutina og finna fleiri en
eina lausn á hveiju máli. Á meðal yngri manna er það sett á
oddinn hvort viðkomandi leggi meiri áherslu á að bretta
upp ermamar og láta hlutina gerast í stað þess að sitja við
glæst skrifborð og vera í forstjóraleik.
Margt ungt fólk hefur stundað framhaldsnám í erlend-
um háskólum. Slíkt kemur því væntanlega til góða nú
þegar stóraukin samskipti íslenskra fyrirtækja við um-
heiminn gera auknar kröfur um að fólk mennti sig að
einhverju leyti erlendis, sjái hvemig heimurinn sé fyrir
utan ísland. Sérstaklega er gott fyrir menn að hafa búið
erlendis um tíma séu þeir í atvinnugreinum sem krefjast
mikilla samskipta við útlönd.
HVERT ER EÐLIFYRIRTÆKJANNA?
Fleira kemur til við ráðningu forstjóra. Hvert er eðli
þess fyrirtækis sem er að ráða forstjóra? Þarf hann að
vera mikið í fjölmiðlum? Hvar er fyrirtækið statt í aldurs-
kúrfunni? 10 ára fyrirtæki getur verið gamalt í hugsun og
þurft nýtt blóð en 80 ára fyrirtæki getur verið ungt og
sprækt og vantað hreinlega aga.
Miklu máli skiptir hvemig þeir, sem ráða forstjóra, em
sjálfir að upplagi. Eru þeir ftískir og frjálslegir í vinnu-
brögðum og skoðunum eða em þeir stífir kerfiskarlar
(byrokratar). Reynslan sýnir að sækjast sér um líkir.
Kerfiskarlar ráða frekar aðra kerfiskarla í störf.
Bragur fyrirtækja (kúltúr) sést á augabragði þegar
komið er inn í þau. Hvernig em menn klæddir - frjálslegir
eða stífir? Hvemig er viðmótið? Svrfa þyngsli yfir vötnum
eða finnst starfsfólki gaman? Eigendur fyrirtækja skipta
sér eflaust ekki af því hvers konar fyrirtækjabrag forstjóri
skapar til að ná árangri. Hæpið er þó að eigendur sætti sig
við fyrirtækjabrag sem er þeim á móti skapi.
KYNSLÓÐIN '66 TIL 70ÍVERSLÓ
Segja má að fyrir um 20 til 25 ámm hafi fyrsta kynslóð
viðskiptafræðinga komið fram sem haslaði sér völl í stjóm-
unarstörfum í fyrirtækjum. Þetta eru þeir sem útskrifuð-
ust úr Verslunarskólanum á árunum ’66 til 70 og síðar úr
viðskiptadeildinni á ámnum 70 til 75. Obbinn af þessum
viðskiptafræðingum fór beint í stjómunarstörf. Þeir nutu
þess að margir forstjórar vom á þessum ámm að láta af
störfum. Þeir voru því réttir menn á réttum stað á réttum
tíma. Þeir eru nú á aldrinum frá 45 til 50 ára og em flestir
ennþá áberandi stjómendur. Hátt hlutfall stjómenda af
þessari kynslóð gerir það að verkum að aðrar kynslóðir
viðskiptafræðinga eiga erfiðara en ella með að komast að í
stjómunarstörf - þar eru einfaldlega menn fyrir.
BESTIALDURINN ER ALDUR ÞESS SEM BESTUR ER í STARFIÐ
En hver er þá besti aldur forstjóra? Hann er óræður.
Besti aldurinn er einfaldlega aldur þess umsækjanda sem
hæfastur er í starfið! Það er hins vegar skiljanlegt að þeir,
sem ráða forstjóra til starfa, hugsi sig tvisvar um áður en
þeir ráða rúmlega þrítuga manneskju í starf forstjóra í
stórfyrirtæki. Það mælir fleira með því að fyrst sé leitað
hófanna hjá fólki á aldrinum frá 45 til 60 ára. En þegar öllu
er á botninn hvolft er kjami málsins þessi: Þegar ráðinn er
forstjóri er það maðurinn sjálfur sem skiptir mestu máli.
22