Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 29
EGGERT MAGNÚSSON,
FORMAÐUR KSÍ
Eggert Magnússon, forseti Knatt-
spyrnusambands íslands, tekur undir
þá skoðun margra að hrein atvinnu-
mennska í íslenskri knattspymu sé
ekki í sjónmáli og sé reyndar óraun-
hæfur möguleiki miðað við þær að-
stæður sem hér ríkja. „Aðeins fimm
liðið AIK var ekkert betra heldur en
lið KR. Þetta snýst einnig heilmikið
um það að komast áfram í Evrópu-
keppninni, því þar liggja gífurlegir
fjármunir sem stigvaxa eftir því sem
menn komast lengra. Ef til dæmis KR
hefði borið gæfu til þess að vinna lið
AIK frá Svíþjóð hefði KR getað dreg-
ist á móti mjög sterkum andstæðingi,
frægu liði í Evrópu, og þá koma mikl-
ar tekjur í framhaldinu vegna auglýs-
inga, sjónvarpsréttar og aðgangseyr-
is.
Tölumar fara að skipta tugum ef
ekki hundruðum milljóna ef menn fá
fræga andstæðinga og þeim pening-
um er hægt að eyða í marga hluti
innan félagsins. Hægt er að kaupa 2-3
nýja leikmenn, fara í keppnisferðir til
útlanda og gera fleiri hluti. Ef menn
komast á annað borð inn í hringiðu
Evrópukeppninnar streyma tekjum-
ar inn og liðin hafa meiri möguleika á
að nálgast atvinnumennskuna.
Hins vegar er hið kalda veðurfar og
stuttu leiktími þröskuldur sem erfitt
er að yfirstíga. í Evrópu geta menn
spilað fótbolta meira og minna árið um
kring en hér verður ekki spilaður fót-
bolti nema 5 mánuði ársins. Hálfat-
vinnumennskan hér á landi kemst því
aldrei lengra en svo að leikmenn
verða að vinna 8 mánuði ársins og æfa
eitthvað með vinnunni.
Mánuðina maí-september gætu
leikmenn hugsanlega verið í hálfri
vinnu, unnið til hádegis og einbeitt
sér að fótboltanum aðra hluta dags-
ins. Einstaka leikmaður gæti kannski
verið eingöngu í fótboltanum þessa
fimm mánuði en hina mánuðina þyrfti
hann að vinna fyrir sér á annan hátt.
Sumir knattspyrnumenn geta fengið
störf hjá sínu knattspyrnufélagi, við
þjálfun yngri flokka eða önnur viðlíka
störf, en sá fjöldi verður alltaf tak-
markaður,“ segir Lúkas.
Besti leikmaður 1. deildarinnar sl. sumar, Gunnar Oddsson, fyrirliði Leift-
urs frá Ólafsfirði. Gunnar er nú orðinn þjálfari og leikmaður Keflvíkinga.
mánaða keppnistímabil, fólksfæð, lít-
ill áhorfendaþöldi og miklar fjarlægðir
gera það að verkum að atvinnu-
mennska í íslenskri knattspymu er
óraunhæf. Hér ríkir dæmigerð hálfat-
vinnumennska þar sem tekjur flestra
byggjast á bónusgreiðslum," segir
Eggert.
MÆM.
ru. íiæru rorskoti
þegar tæknin
CS ■ PRO tæknin í Ijósritunarválum er framtíðarlausn
fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi.
Umhverfisvæn Ijósritun
Hljóölát framleiðsla
Endurnýtanleg prenthylki
Orkusparnaðarrofi
MINOLTA
CS-PfíO Ijúsritunarvélar
Skrefi á undan inn í framtíðina
KJARAN
SKRIFSTOFUBÚNAÐUR
SlÐUMÚLI 14, 108 REYKJAVÍK, SlMI 5813022
29