Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 53
HflRM LAGAAY, 49 ÁRA
„Ef mér væri alveg sama um það hvemig ég væri til fara
myndu viðskiptavinir mínir og samstarfsmenn halda að ég
legði ekki alúð við hönnun mma,“ segir Lagaay, aðal-
hönnuður eðalvagnanna Porsche 911, 968 og Boxer síðan
1989. „Leyndarmálið er að vera eins hugmyndaríkur og
smekklegur og mögulegt er án þess að stuða nokkurn."
Jakkaföt, skyrta og bindi, Baldessarini-Hugo Boss; gæru-
skinnsjakki, Latini.
HELAYNE SPIVAK, 44 ARA
Helayne, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra
Ammirati Puris Lintas, sem er alþjóðleg auglýsingastofa,
lítur á klæðnað sinn sem leiðandi afl í viðskiptum hennar og
starfi. „Föt eru auglýsing í beinni merldngu þess orðs og
ég klæði mig í samræmi við viðskiptavini mína hveiju
sinni,“ segir hún. „Ég viJ helst ekki virka of fullkomin, of
stíf eða of „viðeigandi" í klæðaburði vegna þess að ég tel
að það virki letjandi á viðskiptavininn. Þó svo ég klæði mig
á hefðbundinn hátt í vinnunni vil ég helst bæta við fatnað
minn svolitlu af leðri íeinkalífinu," segir hún. Leðurblússa,
Oscar de la Renta; buxur, Calvin Klein; klútur, Moss.
LESLIE MOONVES, 46 ARA
<1
í kvikmyndaborginni Hollywood, þar sem hversdags-
klæðnaður er oftast í hávegum hafður, kýs Leslie, for-
stjóri sjónvarpsstöðvarinnar CBS Entertainment, að
klæðast jakkafötum. „Það er ekki hægt að taka þann
alvarlega sem er druslulegur til fara, hvað þá að taka mark
á ákvörðunum hans,“ segir hann. Hann er sagður hafa rétt
hlut CBS við svo um muni en segist vonast til þess að geta
aukið velgengni sína þar miðað við stókostlegan árangur
sinn hjá Wamer Bros. Television þar sem hann hleypti af
stokkunum sjónvarpsþættinum ER and Friends. „Þegar
maður stjómar sjónvarpsstöð er sjálfsagt að vera best
klæddur af öllum hjá fyrirtækinu; á fundum og öðmm
stundum viðskiptalegs eðlis; það endurspeglar smekkvísi
stjómandans og fágun.“ Jakkaföt, Giorgio Armani; rúllu-
kragapeysa, Bameys New York.
53