Frjáls verslun - 01.10.1996, Blaðsíða 30
Hnútukast Jóhannesar í Bónus og Óskars í Hagkaupi um gula litinn hefur vakið
En ruglar sá guli fólk í ríminu þannig að fólk telji sig vera aö kaupa Bónusvörur í
Jóhannes Jónsson í Bónus hlaðinn
sérmerktum, gulum Bónusvörum.
Eru þær eins og sérmerktar Hag-
kaupsvörur? FV-mynd: Kristján Ma-
ack
nútukast þeirra Jóhannesar
Jónssonar í Bónus og Óskars
Magnússonar, forstjóra Hag-
kaups, stjómenda tveggja stærstu
matvömverslana landsins, um gula
litinn á sérmerktum vömm hefur vak-
ið verulega athygli í viðskiptalífinu. í
sjálfu sér er gulur litur ekki flókið
fyrirbæri. Hann er gulur. En
samt, hann hefur orðið til þess
að það hefur gustað hressilega á
milli þessara tveggja þekktu manna.
Sérstaklega er Jóhannes reiður og
sakar hann Óskar um stuld á gula litn-
um sem hann telur vega þungt í ímynd
Bónuss. Deila þeirra vekur ekki síður
athygli vegna þess að eigendur Hag-
kaups eiga líka helminginn í Bónus.
Og deilan er fjarri því að vera leikþátt-
ur. Öðru nærlVið rekjum hér deiluna
um þennan sakleysislega lit - sem
ekkert hefur gert af sér - ja, nema
valda deilum.
Jóhannes:
ÞEIR STÆLA KANNSKILITINN EN
ALDREIVERÐIÐ
í haust setti Hagkaup á markað
ýmsar vörur sem áttu það sammerkt
að vera ódýrar og í gulum umbúðum
sem merktar vom versluninni. Slíkt
fyrirbæri er þekkt bæði hérlendis og
erlendis og nærtækt að benda á sér-
merktar vörur Bónuss í gulum um-
búðum: Ávaxtasafa, kex, kaffi, músli
o.fl. Umræddar vörur á vegum Hag-
kaups voru ekki fyrr komnar í hillurn-
ar en Jóhannes Jónsson brást hinn
versti við. Hann sakaði Hagkaups-
menn um að apa eftir sér, þeir
hefðu hreinlega stolið gula litn-
um sem Bónus hefði notað árum
saman og fest hefði sig í huga neyt-
enda sem tákn Bónuss og tákn fyrir
ódýrar vömr.
Óskar lét ekki bíða eftir sér. Hann
sagði að enginn gæti krafist einka-
réttar á lit og ef Jóhannes ætti að fá
sínu framgengt gæti hann allt eins
krafist einkaréttar á páskunum.
Þama þótti komin upp á yfirborðið
spenna sem kraumað hafði undir milli
Jóhannesar og Óskars í samkeppni
verslananna. Þegar mest gekk á var
andrúmsloftið milli þeirra undir
firostmarkinu. Þykja fá merki þess að
þíða hafi orðið milli þeirra tveggja.
Þessi ágreiningur, sem umræddir
menn tjá sig um hér á eftir, þykir
forvitnilegur, ekki síst fyrir þær sakir
að fyrirtækin eru nátengd. Hagkaup á
helminginn í Bónus á móti Jóhannesi
og fjölskyldu hans og þeir Jóhannes
og Óskar eiga báðir sæti í stjómum
Orkunnar, nýjasta bensínsölufyrir-
tækisins, og Baugs, sem annast inn-
kaup fyrir bæði Hagkaup og Bónus.